23 september, 2004

Ohhhhh... heimska fólk

Var úti í búð áðan og sá þar forsíðuna á DV. Þar var stærsta fréttin um konu sem eignaðist barn án þess að vita að hún væri ólétt, sagt var að hún hafi bara fitnað og fitnað og fengið ógurlegan bakverk. Ok, hvernig er það hægt að fara í gegnum fulla meðgöngu án þess fatta neitt. Og hvað er fólk líka að pæla með því að fara með þetta í DV. Talandi um DV, það var stelpa að selja DV í strætó um daginn og mig langaði svo að segja við hana, 'já þakka þér fyrir, það vantar einmitt klósettpappír heima hjá mér', en ég ákvað svona í kurteisisskyni að sleppa því.
Síðan var það þessi blessaði bíllausi dagur, hann virðist þýða jafn mikið fyrir okkur íslendinga og jólin þýða fyrir múslima. Ég var niður í bæ um klukkan 5 síðdegis þennan dag og ekki tók ég eftir minnkandi umferð auk þess sem það var undantekning, eins og venjulega að sjá fleiri en 1-2 í bíl.
En það er best að fara að borða þennan kvöldmat sem ég keypti áðan, 'later dudes'.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page