02 október, 2004

pirringur

Ég var að skoða stöðuna á bankareikningnum mínum í morgun því ég átti von á því að fá eitthvað útborgað fyrir þessar vaktir í byrjun september, bjóst við einhverju smáræði en nei, var ekki kominn feitur 84.000 kall. Skellti mér síðan á tónlistarmarkaðinn í perlunni og keypti mér 8 geisladiska á 9500 krónur.
Ég vildi hinsvegar ekki vilja vera strætóbílstjórinn sem keyrði strætóinn sem ég fór í heim. Var að fara úr vagninum í mjódinni og lítill strákur er að labba út úr vagninum og bílstjórin lokar bara hurðinni á hann og klemmir hann fastann. ekki gaman að því.

Hvað er síðan málið með veðrið í þessari ömurlegu borg? það er búið að rigna og rigna og rigna á næstum því hverjum degi alla þessa viku, stundum hefur komið smá tilbreyting í þetta og verið rok með. Ohhhhhh, það er á svona tímum sem maður vildi óska þess að maður væri í skóla fyrir norðan.
jæja nóg í bili, hættur þessu rugli.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page