02 nóvember, 2004

Stóladrasl

Nú sit ég hérna á bókasafninu, búinn að finna mér borð á fjórðu hæð og sit í þægilegum stól. Stólarnir hérna á hlöðunni eru einmitt svolítið sem ég hef mikið verið að pæla í síðan ég byrjaði í HÍ. svona 80-90% þeirra eru fastir í ákveðinni stöðu og ekki hægt að breyta þeim á neinn hátt. Þar sem þessir stólar eru fáránlega háir þá hef ég fyrir löngu gefist upp á því að reyna að sitja í þeim þar sem ég hef venjulega verið kominn með bakverk innan klukkutíma. Þess vegna verð ég að reyna að leyta mér að stól sem er í þessum 10-20% sem er ekki fáránlega hár, þannig að hver heimsókn mín hér á bókasafnið hefst á svona 10 mínútna leit að góðum stól. Hvað er málið með þetta, ég spurðist fyrir um þetta í fyrra og mér var svarað með því að ekki væru til fjármunir til að kaupa nýja stóla. En þá spyr ég bara af hverju var verið að kaupa þessa helv.... mongólíta stóla í upphafi 0

Annars var ég að vakna upp við þann vonda draum að prófin eru að hefjast eftir rétt rúman mánuð, á þessum tíma þarf ég að flytja tvo fyrirlestra, skrifa eina ritgerð og lesa ósköpin öll. Þannig að nóvember á eftir að verða sannkallaður stressmánuður. Síðan er Sigurgeir að fara norður líklega í dag þannig að maður verður þá aftur einn í íbúðinni 0

Segi þetta gott í bili, góðar stundir.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page