26 október, 2004

Jólin koma...

Skellti mér í kringluna í dag og var þar á rölti, allt í einu tek ég eftir einhverju grænu og rauðu upp í loftinu. Ég skoða þetta betur og þá kemur í ljós að það verið að hengja upp jólaskraut í kringlunni, JÓLASKRAUT. Hvað er að? Það er ekki einu sinni kominn nóvember, hvað þá desember og þessir ánar eru að hengja upp jólaskraut. Helvítis rugl. Var síðan úti í búð áðan að kaupa mér í matinn, það sem gerðist var eftirfarandi:

Afgreiðslukona: var það eitthvað fleira?

Ég: nei takk

Afgreiðslukona: þetta eru þá 666 krónur

Hvað er málið, ég er búinn að lenda í því skuggalega oft að fá þessa upphæð þegar ég er að versla, maður verður bara hræddur.

Loks er það rúsinan í pylsuendanum, ég er að elda kvöldmatinn minn og allt í einu hringir dyrabjallan. Fyrir utan standa tveir ókunnugir gaurar og allt í einu dregur annar þeirra upp biblíu. Ónei hugsaði ég, ekki VOTTAR JEHÓVA. Og gaurinn fer að lesa fyrir mig úr biblíunni. Þarna stóð ég og langaði mest til þess að segja þeim að drulla sér í burtu en tókst að halda aftur af mér og afsakaði mig með því maturinn minn væri að brenna við og tókst mér því að losna við þá fljótt. Fékk eitthvað lesefni hjá þeim, lét það hverfa í þau ósköp sem berast inn í þessa íbúð af ruslpósti á degi hverjum.

Helvítis jehóva lýður.

Jæja, segi þetta gott í bili, farinn.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page