20 október, 2004

Ritgerðarsmíð

Skellti mér í klippingu fyrr í dag, fannst lubbinn á mér vera orðinn full erfiður viðureignar. Fór á hárgreiðslustofu í mjóddinni og sat í ótrúlega óþægilegum stól, var kominn með bakverk áður en skærin komu við hárið á mér. Annars fannst mér manneskjan sem var að klippa mig fara svoldið frjálslega með skærin, svo mjög að á tímabili var ég farinn að kvíða fyrir því hvernig útkoman yrði. En þetta reddaðist og var ég mjög sáttur við útkomuna.

Annars er ég núna á fullu við að setja saman eitt stykki ritgerð, þarf að skila henni næsta þriðjudag og eins og staðan er núna þá er mjög líklegt að ég eyði afmælinu mínu, sem er á sunnudaginn, við það að klára þessa ritgerð, af hverju þurfti kennarinn að setja skilafrestinn á þessa helgi. En svona er þetta, shit happens.

En það er best að koma sér aftur að verki, þessi ritgerð skrifar sig ekki sjálf.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page