Áramót
Jæja, nú er árið liðið í aldanna skaut og nýtt komið í staðinn og allt það. Líkt og þegar ég skrifaði síðast þá ber hríðin húsið að utan og það af þónokkru afli í þetta skipti, svo miklu að maður gæti alveg ímyndað sér það að rúðan taki sig til og komi bara inn. En þetta hefur verið mikið einkenni á þessum jólum, brjálað veður og leiðindi. Það ætti að banna svona, það á ekki að vera vont veður á jólunum og hvað þá á áramótunum. Það þurfti að skjóta flugeldunum upp svoldið fyrir miðnætti til þess að þeir fyku ekki út í veður og vind auk þess sem kveikt var í brennunni klukkan 5 í staðinn fyrir klukkan 8-9 um kvöldið. Annars hafa þetta bara verið róleg jól hjá manni, maður hefur hakkað í sig kökur og nammi og allskyns góðgæti en hins vegar hefur maður lítið getað farið út fyrir svæðið vegna þess að sí og æ hafa stormviðvaranir vofað yfir. Er orðinn annsi pirraður á því að engar einkunnir hafa komið en sem komið er og um næstu helgi er kominn mánuður frá því ég fór í fyrsta prófið0
Síðan er það stefnan að kíkja á krókinn á morgun svona á milli veðra og kíkja á hann Ísak í leiðinni. Annars er það svo að skólinn nálgast óðfluga, byrjar á mánudaginn eftir viku og held ég að námið verði þó nokkuð auðveldara núna, allavega býst ég við því þar sem góðar líkur verða á því að námsefnið verði að mestu á íslensku0
Jæja, er hættur þessu í bili.
nýárskveðjur úr stórhriðinni
Gestur
Síðan er það stefnan að kíkja á krókinn á morgun svona á milli veðra og kíkja á hann Ísak í leiðinni. Annars er það svo að skólinn nálgast óðfluga, byrjar á mánudaginn eftir viku og held ég að námið verði þó nokkuð auðveldara núna, allavega býst ég við því þar sem góðar líkur verða á því að námsefnið verði að mestu á íslensku0
Jæja, er hættur þessu í bili.
nýárskveðjur úr stórhriðinni
Gestur
<< Heim