20 desember, 2004

Jólafrí

Hann flýtti sér að skrifa síðustu orðinn, að því loknu tók hann prófgögninn og skilaði þeim, greip töskuna sína og síma og gekk út. loksins loksins, hann var kominn í jólafrí.

Þetta er nokkurn veginn það sem gerðist þegar ég var að klára prófið áðan. Já, ótrúlegt en satt, ég er kominn í jólafrí. Það sem er enþá betra er að ég sé fram á það núna að lifa af heila próftíð án þess að falla. Ég tel allavega vera miklar líkur á því miðað við hvernig mér gekk í þessum prófum. Síðasta prófið gekk mun betur en ég þorði að vona, hélt ég kynni ekki neitt en svo kunni ég alveg helling 0

Síðan er það bara stefnan heim, góð sturta, klára að versla jólagjafir, pakka niður og æða svo norður í fyrramálið. Svo er framundan langt og gott jólafrí þar sem verður slappað heldur betur af.

læt þetta duga í bili, næsta færsla verður örugglega skrifuð af norðurlandinu.
farinn í afslöppun...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page