14 janúar, 2005

Helv.... hálka

Það er ekki hægt að segja að þetta hafi verið sérlega góður dagur hjá manni, vaknaði í morgun þreyttari en allt samkvæmt venju, skellti mér í sturtu, borðaði morgunmatinn og fór svo áleiðis út á stoppistöð. Þegar ég kem hinsvegar út í dyr sé ég að það hefur verið asahláka síðustu nótt og það eru óárennilegir svellbunkar á planinu. Ég staulaðist út á stoppistöð og þá gerðist það, ég flaug á hausinn og ofan í poll. Ég spratt á fætur allur rennandi blautur á annarri hliðinni af einhverju sem áður var snjór en var núna saltdrulla en annars virtist vera allt í lagi með mig. Fór svo í skólann en í miðjum tíma fór ég að finna alveg rosalega til í úlnliðnum og ákvað að kíkja á slysó til þess að láta líta á þetta. Eftir að hafa setið þar í þrjá tíma innan um önnur fórnarlömb hálkunnar kom í ljós að ég var ekki brotinn en hins vegar er úlnliðurinn tognaður. Ég fór svo af slysavarðstofunni rúmlega 5000 krónum fátækari.

Síðan til að fullkomna allt þá sagði læknirinn að úlnliðurinn gæti verð aumur næstu tvær vikurnar, frábært. Það er samt á svona degi sem maður er ánægður að vera ekki örvhentur þar sem þetta var vinstri hendi sem tognaði.

Jæja, nóg í bili
er farinn heim að sleikja sárinn
Gestur has left the building...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page