11 janúar, 2005

Atlas Bambi Válason

Eftirfarandi vakti athygli mína þegar ég var að skoða textavarpið áðan:

Himinbjörg Skuld Nóvembersdóttir
Mannanafnanefnd samþykkti 60 ný nöfn á síðasta ári en hafnaði rúmlega 20. Mun algengara er að nöfn séu samþykkt en að þeim sé hafnað.

Kvenmannsnöfn sem samþykkt voru voru m.a. Aurora, Kirsten, Maj, Natalie, Nicole, Susan og Tanya. Karlmannsnöfnin voru Christian, Cýrus, Ebenezer, Patrick, Snævarr og Zophonías.

Karlmannsnöfnin sem hlutu náð fyrir augum nefndarinnar eru m.a.: Adel, Aðalbert, Atlas, Bambi, Díómedes, Elvin, Fúsi, Gaui, Grímnir, Jónar, Kakali, Mattías, Nóvember, Orfeus, Sigur, Skuggi, Svörfuður, Tindar, Váli, Vilbjörn, Vígmar og Ylur.


Eftir að hafa lesið þetta fór ég að hugsa um það hversu margir foreldrar þarna úti virðast hata börnin sín, alla vega miðað við þau nöfn sem talin eru upp hér að ofan. Mörg þeirra bjóða upp á einelti þegar þessi börn byrja í grunnskóla og á eftir að valda því fólk sem var svo óheppið að hljóta þau miklum sálarkvölum, ég mundi alla vega ekki skýra son minn Bamba eða Nóvember 0

Og ég sem hélt að mitt nafn væri skrýtið 0

yfir og út...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page