Trommur dauðans
Nú er ég að verða brjálaður, það vill svo skemmtilega til að nágranninn á trommusett falleg þessi elskasem hann æfir sig á öðru hverju. Nú er hann hins vegar búinn að æfa sig í næstum allan dag og ég er að brjálast hérna, þetta er óþolandi helvíti. Held ég verði kominn með fóbíu fyrir trommum fyrir rest. Annars var ég að ákveða það í vikunni að dumpa pc draslinu og kaupa mér makka, nánar til tekið ibook. Planið var að kaupa gripinn þegar ég hef unnið mér inn nægan pening í sumar. Held að það sem fullvissaði mig um þetta sé það þegar ferðatölvan bilaði um daginn eftir aðeins nokkurra mánaða notkun. Síðan spillir það ekki fyrir að makkarnir eru miklu mun fallegri tölvur heldur en margar pc-tölvur, þar bera þó tvímælalaust ibm ferðatölvurnar af í ljótleika. Auk þess þá eru miklu mun færri vírusar í apple tölvum þannig að þetta er allt í plús.
Nú er það ljóst að íslendingar eru úr leik á hm í handbolta, nema hið ótrúlega gerist og kúveitar fari að vinna tékka. Samkvæmt venju var farið inn í þetta mót með miklar vonir og háleit markmið en aftur samkvæmt venju drulluðum við allillilega á okkur í þessu, þetta virðist vera venjan þegar við gerum okkur einhverjar væntingar um gott gengi þá getum við ekki neitt en síðan smellur allt saman þegar menn búast ekki við því. Fyndið þetta.
Jæja, segi þetta gott í bili, yfir og út
Nú er það ljóst að íslendingar eru úr leik á hm í handbolta, nema hið ótrúlega gerist og kúveitar fari að vinna tékka. Samkvæmt venju var farið inn í þetta mót með miklar vonir og háleit markmið en aftur samkvæmt venju drulluðum við allillilega á okkur í þessu, þetta virðist vera venjan þegar við gerum okkur einhverjar væntingar um gott gengi þá getum við ekki neitt en síðan smellur allt saman þegar menn búast ekki við því. Fyndið þetta.
Jæja, segi þetta gott í bili, yfir og út
<< Heim