Back to school
Jæja, þá er maður loksins laus við þessa flensu og var að mæta í skólann í dag í fyrsta skipti eftir veikindin. Reyndar var ég orðinn góður í gær en þar sem það er ekki skóli hjá mér á þriðjudögum þá var ég bara heima.Maður er ekki búinn að vera neitt duglegur við að skrifa undanfarið þar sem fátt merkilegt kom fyrir mann þegar maður lá kvefaður uppi í rúmi síðustu vikuna. Það var skrítið að koma aftur í skólan eftir svona langa fjarveru, stutt síðan skólinn byrjaði aftur þannig að maður var ekki búinn að mæta mikið áður en maður veiktist. Mætti í tíma í dag og sat fyrri tímann, í seinni tímanum áttu að vera umræður þannig að ég ákvað að stinga af þar sem ég hafði ekki lesið neitt fyrir tímann 0
Er svo bara búinn að sitja hérna á bókasafninu að lesa og lesa og lesa og aftur lesa. Ætla svo að nota frímiðann sem ég á á Oceans 12 áður en hætt verður að sýna þá mynd, er búinn að ganga með hann í veskinu síðan fyrir jól.
Annars var það ekki fleira í bili, yfir og út.
Er svo bara búinn að sitja hérna á bókasafninu að lesa og lesa og lesa og aftur lesa. Ætla svo að nota frímiðann sem ég á á Oceans 12 áður en hætt verður að sýna þá mynd, er búinn að ganga með hann í veskinu síðan fyrir jól.
Annars var það ekki fleira í bili, yfir og út.
<< Heim