07 febrúar, 2005

Vetnisstrætó, stórhættuleg kvikindi

Þessir vetnirstrætóar sem keyra hér um götur borgarinnar eru merkilegt fyrirbrigði, þeir ganga á vetni (eins og nafnið gefur til kynna) og útblásturinn frá þeim er vatnsgufa sem mengar ekki. Síðan þegar allir verða komnir á vetnisbíla þá minnkar mengun í heiminum um alveg heilan helling. Þetta er allt saman gott og blessað. Í morgun varð hinsvegar atvik sem varð til þess að lækka þessa bíla allhressilega í áliti hjá mér. Strætóinn sem ég tók í morgun var einmitt vetnisstrætó en þegar ég fór úr honum í Mjóddinni þá dúndraði ég hausnum upp í stöng sem fólk sem stendur á örugglega að halda sér í og er ég búinn að vera með hausverk svona on/off í allan dag. Hvaða snillingur var það eiginlega sem hannaði þennan bíl, hann gerir greinilega ekki ráð fyrir því að fólk stærra en 190 cm gangi um þennnan bíl. Annað dæmi um hluti sem maður rekst upp í eru auglýsingaspjöld í matvöruverslunum sem eru akkúrat rétt fyrir ofan augnhæð fyrir mig þannig að ég á minni möguleika á því að sjá þau, það er sérstaklega slæmt þegar þessi spjöld eru sett inní ramma eins og snillingarnir í Hagkaup gera stundum. Síðan eru dyr alveg sér kapituli útaf fyrir sig, ég meina hefur ekki meðalhæð fólks verið að hækka á undanförnum áratugum, af hverju drattast menn þá ekki til að hækka dyrnar í leiðinni?! Það ætti að hækka standardinn upp í 210 cm, kannski bara 220 cm til að vera öruggur í stað þessara 200 cm sem eru núna en gagnvart þeim má maður sín lítils ef maður dirfist að ganga um í skóm. Þegar maður á það stöðugt á hættu að reka hausinn í við það eitt að ganga um dyr þá fer maður ósjálfrátt að vera boginn í baki og asnalegur.

Boðskapurinn með þessari sögur er: Það er ekkert grín að vera stór!!!

Yfir og út

P.s. Ég er ekkert stór, það eruð bara þið hin sem eruð svo lítil.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page