I'm singing in the rain.... nei ég er nú ekki svo heimskur
Það er búið að vera furðulegt veður hérna í Reykjavík undanfarna daga, semsagt frost og þýða til skiptis og snjórinn veit ekki hvort hann á að koma eða fara. Akkúrat þessa stundina er svo mígandi rigning þannig að ætli hann sé ekki á förum, í bili allaveganna. Ég þurfti að moka snjó frá bakdyrunum í Blikahólunum á laugardaginn en það virðist sem það hafi alls ekki tekið því að gera það því eins og áður sagði er snjórinn á förum. Mér finnst samt viðbrögð reykvíkinga við snjónum fyndin, alltaf þegar það kemur snjór á göturnar rjúka fullt af bílum frá borgaryfirvöldum af stað fullir af salti og salta snjóinn svo hann verður að einhverju tjöru-salt-krapadrullu sem sullast yfir bílana og eyðileggur á þeim lakkið.
Annars er fyndið að sjá viðbrögð reykingafólks í svona veðri. Það er búið að banna reykingar við innganga að byggingum háskólans sem er gott og blessað því þá þarf maður ekki að anda þessum viðbjóði að´sér. En eins og veðrið er núna þá ákvað reykingafólkið að brjóta reglurnar í morgun þannig að maður þurfti að labba í gegnum þykkt ský af tóbaksreyk þegar maður var að fara út úr Árnagarði. Það er nú ljóti viðbjóðurinn sem þessar reykingar eru og þvílíkur sóðaskapur sem hlýst af þessu. Mér finnst samt alltaf fyndið að sjá liðið sem er að reykja á meðan það bíður eftir strætó og þegar strætó kemur svo þá reynir það að fá sem mest út úr rettunni áður en það drepur í henni og dregur í sig reykinn eins og það eigi lífið að leysa.
jæja, held það sé best að hætta þessu blaðri enda er að byrja tími eftir smástund
yfir og út...
Annars er fyndið að sjá viðbrögð reykingafólks í svona veðri. Það er búið að banna reykingar við innganga að byggingum háskólans sem er gott og blessað því þá þarf maður ekki að anda þessum viðbjóði að´sér. En eins og veðrið er núna þá ákvað reykingafólkið að brjóta reglurnar í morgun þannig að maður þurfti að labba í gegnum þykkt ský af tóbaksreyk þegar maður var að fara út úr Árnagarði. Það er nú ljóti viðbjóðurinn sem þessar reykingar eru og þvílíkur sóðaskapur sem hlýst af þessu. Mér finnst samt alltaf fyndið að sjá liðið sem er að reykja á meðan það bíður eftir strætó og þegar strætó kemur svo þá reynir það að fá sem mest út úr rettunni áður en það drepur í henni og dregur í sig reykinn eins og það eigi lífið að leysa.
jæja, held það sé best að hætta þessu blaðri enda er að byrja tími eftir smástund
yfir og út...
<< Heim