13 febrúar, 2005

MA-árgangur 2003 athugið...

Er búinn að vera að dunda mér við það undanfarna tvo tíma að finna blogsíður sem flestra þeirra sem útskrifuðust úr MA árið 2003. Þó ég hafi fundið fjölda síðna þá er þessi listi ansi götóttur, sumir kannski ekki með síðu eða þá að ég hef einfaldlega ekki fundið hana. En ég ákvað að láta listann fylgja með hérna og endilega sendið mér línu ef þið vitið um einhverja sem hafa síðu en eru ekki á listanum.

Hér er svo listinn góði.

Annars skrapp ég í bíó í kvöld með ásamt Ísak. Við skelltum okkur á Million Dollar Baby í Kringlunni og verð ég að segja að þarna er frábær mynd á ferðinni, gaman að mynd sem spilar á allan tilfinningaskalann hjá manni. Helvítis stelpupu**an sem sat á bekknum fyrir aftan okkur skemmdi þó svoldið bíóferðina með sífelldum og misgáfulegum athugasemdum í gegnum alla myndina, segjum bara að það hafi reynt verulega á þolinmæði okkar Ísaks við þessar aðstæður. Síðan kom svoldið fyndið fyrir í strætó á leiðinni heim, ég fór inn í vagninn og fékk mér sæti en tók eftir því að það var hópur af stelpum aftast í vagninum. Alltí einu heyri ég að þær standa upp og tvær þeirra settust í sætið fyrir aftan mig og spurðu mig hvað ég væri gamall en þegar ég svaraði þeim þá sögðu þær að ég væri of gamall, ég veit ekki hvað þær voru með í huga en hvers á maður að gjalda, sagður vera of gamall að verða 22 á þessu ári, jahérna. En hinsvegar voru þarna gelgjur dauðans á ferð því þær sögðust vera 14 ára þannig að það er kannski ekki mikið mark á þeim takandi. Ég sá svo að þær fundu sér annað og væntanlegra yngra fórnarlamb sem hafi verið svo óheppinn að setjast nánast við hliðina á þeim.
Jæja, þetta gengur ekki, klukkan orðin allt of margt
yfir og út

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page