11 febrúar, 2005

Léleg kosningaþáttaka

Ég heyrði niðurstöðurnar úr kosningum til stúdentaráðs í útvarpinu þegar ég vaknaði í morgun og þegar ég heyrði hver kosningaþátttakan var þá varð ég fyrir vonbrigðum enda var hún einungis um 38%. Þetta er nú voðalega svipað og í fyrra en þetta fékk mig til að hugsa, stendur stúdentum í háskóla íslands virkilega svona mikið á sama um hagsmunabaráttu sína, er þeim alveg sama þó námslán þeirra yrðu skert niður í nánast ekki neitt, yrði þeim sama ef að sett yrðu á einhver ofurskólagjöld við þennan skóla´? Ég ætla nú rétt að vona ekki en hvað veit maður þegar það er svona léleg kjörsókn, þessi kjörsókn þætti meira að segja léleg í Bandaríkjunum. Manni finnst stundum eins og fólk geri sér ekki grein fyrir því að kosningaréttur er alls ekkert sjálfsagður þó sumir líti á það þannig. Við ættum öll að vera fegin að fá að kjósa yfirhöfuð, í sumum löndum getur fólk varla sagt skoðun sína á þess að vera skotið. Semsagt, sorglega lítil kosningaþátttaka finnst mér setja svartan blett á þessar kosningar, jafnvel gaurinn í tweety búningnum sem hljóp á milli á bókasafninu og spurði fólk hvort það ætlaði að kjósa eða ekki dugði ekki til að hækka þátttökuna. Ein manneskja sem sat við hliðina á mér sagðist ekki ætla að kjósa af því að hún væri að fara að útskrifast, og hvað? Ætlar hún þá bara að skilja okkur hin eftir í skítnum? Ég vil bara segja við ykkur öll sem lesið þetta, nýtið kosningarétt ykkar, hann er ekki jafn sjálfsagður og þið haldið.

Síðan er það frétt dagsins, gærdagsins öllu heldur, konungleg brúðkaup í Bretlandi. Já hann Dúmbó, betur þekktur sem Kalli Bretaprins er að fara að gifta sig og kvenkosturinn sem hann tekur sér er manneskja sem lítur út eins og hann hafi pikkað hana upp á lélegu dragshowi. Held að sú manneskja sýni í hnotskurn fegurð bresks kvenfólk 0 Ég skil ekki manninn að hafa verið að leika sér eitthvað með henni þegar hann var giftur konu eins og Díönu prinsessu, þetta er eins og að eiga Volvo og yugo, þú sýnir öllum volvoinn þinn en keyrir um á yugonum í laumi, semsagt merki um algjört smekkleysi. (fyrir þau ykkar sem vita ekki hvað yugo er þá eru það bílar sem framleiddir voru í gömlu Júgóslavíu en þóttu ekki vera neinir hágæðabílar, reyndar svo slæmir að þeir voru kosnir verstu bílar 20. aldarinnar á einhverri bílasíðu sem ég sá á b2.is.)

Jæja, læt þetta duga í bili,
yfir og út

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page