Shit, það er að koma mars
Það má segja að síðasta færsla hafi verið skrifuð undir áhrifum mikillar, mikillar þreytu eins og sást kannski á texta hennar. En hvað um það, hér sit ég í Árnagarði og hangi í tölvunum vegna þess að kennarinn er veikur og ég sá það ekki fyrr en ég mætti hérna á svæðið. Byrjaði nú á því að sofa yfir mig í morgun og mæti svo til þess aðkomast að því að það er enginn tími 0 Pirrandi sérstaklega útaf því að maður býr í Breiðholti og þarf að fara um langan veg til að komast hingað. Annars er ég að verða svoldið leiður á þessari þoku sem er búin að vera hérna undanfarna daga, hvað er málið eiginlega. Hún hékk nú aldrei svona lengi fyrir norðan, tveir sólarhringar eru alveg yfirdrifið nóg. Rugl, svona er að byggja höfuðborgina á einhverju útnesi opnu fyrir veðri og vindum 0
jæja, ég nenni þessu ekki, er að deyja úr leiðindum hérn, ætla kannski upp á bókasafn að læra svoldið, hver veit hvað gerist
yfir og út
jæja, ég nenni þessu ekki, er að deyja úr leiðindum hérn, ætla kannski upp á bókasafn að læra svoldið, hver veit hvað gerist
yfir og út
<< Heim