26 febrúar, 2005

Where have all the comments gone?

Úff mig var að dreyma alveg fáránlega rétt áður en ég vaknaði í morgun. Ég var lokaður inni í einhverri stórri byggingu, yfirgefinni verslunarmiðstöð minnir mig og þegar ég fór að horfa í kringum mig sá ég að fólkið þarna í kringum mig var mest allt karakterar úr hinum ýmsu sjónvarpsþáttum. Meðal annars allt liðið úr Friends og öllum þessum gamanþáttum á skjá einum og svo man ég ekki betur en að csi liðið hafi verið að hlaupa þarna um. Svo leystist þetta upp í algjöra vitleysu og mér var hætt að lítast á blikuna þegar ég vaknaði vegna þess að ég var við það að míga á mig. Ég held að þessi draumur sé skýr vísbending um það að ég horfi full mikið á sjónvarp.

En talandi um sjónvarp, ég sá það auglýst á skjá einum að það á að fara að sýna Cheers (staupastein) þættina frá upphafi. Þetta vakti alveg óhemjugleði hjá mér því þessir þættir voru í miklu uppáhaldi hjá mér þegar ég var lítill, að vísu sá ég bara tvær eða þrjár síðustu seríurnar sökum aldurs míns en það verður gaman að sjá þessa eldri í leiðinni. Sá þá á DVD í BT um daginn og var að spá í að kaupa þá en nú þarf ég þess ekki þökk sé skjá einum.

Nóg um mig og mína heimskulegu drauma,
Yfir og út

P.s. Ég er ekki alveg sáttur við leti fólks við að kommenta hérna, hef ekki fengið eitt einasta í langann tíma 0
Koma svo, verið dugleg að kommenta.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page