22 mars, 2005

Jæja...


Ég vil byrja þessa færslu á því að þakka öllum fyrir góða umræðu sem varð í framhaldi af síðustu færslu minni. Gaman að sjá svona umræðu fara fram án þess að fólk færi út í neitt skítkast. Annars er það helst að frétta að ég er að æða norður núna á eftir í langþráð páksafrí. Veit reyndar ekki hversu mikið frí það verður en hvað um það, maður fær að komast norður í nokkra daga og það bætir það allt saman upp.

Hann Ísak tók fyrir auglýsingu frá BT á síðunni sinni þar sem hann bennti á hversu lélegir menn þar væru í íslensku. Ég rak augun í annað dæmi þar sem menn eru hreinlega hættir að tala íslensku og setja textann inn á ensku. Þið getið séð þetta á myndinni hérna til hliðar, síðast þegar ég vissi hét þetta sjónvarpsdagskrá en það er greinilega ekki nógu töff orð fyrir þá sem gefa þetta blað út sem er síðan borið inn á öll heimili á höfuðborgarsvæðinu, ef ekki víðar. Sorglegt að menn leggjist svona lágt til þess að virka meira töff eða hvað það var sem þessir menn voru að reyna að gera með því að nota orðið "tv guide" í staðin fyrir sjónvarpsdagskrá. Rugl!!!

Jæja, ég ætla að fara og pakka niður, yfir og út

P.s. nokkrir fílabrandarar í tilefni dagsins:

Það stendur hérna í bókinni að árlega fari 6000 fílar til að búa til píanó.
Er ekki alveg stórkostlegt hvað hægt er að þjálfa fíla til að gera!!?

Hvað kallar þú fíl með vélbyssu?
Yðar hátign.

Hvað kallar þú fíl í kjól með bleik eyrnaskjól?
Hvað sem þér sýnist, hann heyrir hvort sem er ekkert.

Hvers vegna drekka fílar svona mikið?
Til þess að gleyma.

Meira á http://www.ismennt.is/vefir/ari/brandarar/filar.htm

P.p.s. Óska öllum gleðilegra páska.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page