Skráning
Var að klára að setja saman skráninguna fyrir næsta vetur og úff, þvílíkt pain sem það var því það var ekkert alltof mikið framboð á áhugaverðum námskeiðum. En mér tókst nú samt að púsla einhverju saman og síðan er bara að sjá til hvernig það lukkast. Nú er svo lokatörnin hafin, maður er að skila af sér ritgerðum, síðasta kennsluvikan í næstu viku og svo prófin í byrjun maí. Úff, held ég muni ekki eiga mér neitt líf út þennan mánuð og ég get varla sagt að ég hlakki til. En svona er þetta, prófin koma alltaf fyrir rest og þá er bara að sjá hvernig maður stendur sig. Það er ótrúlegt til þess að hugsa að ég er enþá hálf fastur í MA-kerfinu, þ.e.a.s. að prófin séu ekki fyrr en í lok maí, kannski ekki skrýtið þar sem maður hefur vanist því frá því maður var í grunnskóla. En ég ætla að hlaupa með skráningarblaðið yfir í nemendaskrá og skila þessu inn.
yfir og út...
yfir og út...
<< Heim