Fyrsti apríl
Í dag er mikill merkisdagur í tvennum skilningi, menn mega ljúga hvor að öðrum eins og þeir vilja og síðan er í dag nákvæmlega ár síðan ég byrjaði að blogga, reyndar er það ekki fyrr en klukkan 21:02 í kvöld sem það er nákvæmlega ár sem er liðið en við skulum ekkert vera að hengja okkur í smáatriðin. En þessi dagur byrjaði ekkert alltof vel hjá mér, ég vaknaði í morgun klukkan 8 og var það held ég óþarfa bjartsýni að búast við því að ég kæmist á fætur þá og var ég að skríða á lappir um klukkan 9. Eftir að hafa lokið sturtunni af og komið mér í skóna þá hljóp ég út á stoppistöð til að ná strætó en horfði síðan á eftir honum bruna í burtu svo að segja beint fyrir framan nefið á mér, við erum að tala um sekúnduspursmál hérna að ég hafi náð honum. Þó að ég hefði náð þessum vagni þá hefði ég orðið aðeins of seinn í tíma en á þessum tímapunkti ákvað ég að labba niður í Mjódd en þá komst ég að því hversu ömurlegt strætókerfið í reykjavík getur stundum verið, semsagt í þessu tilfelli, ef þú missir af einum vagni þá missirðu af þeim öllum. En þetta fór allt saman vel, ef það er hægt að segja það.
En ég ákvað að koma með nokkrar tilgátur varðandi aprílgöbb fjölmiðlanna:
Mbl.is: http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1131871 Koma Coldplay til Íslands, ég meina hversu augljóst er þetta. Sú staðreynd að fyrst sé minnst á þetta í dag gerir þetta bara of augljóst. Ég held samt að einhverjir vitleysingjar eigi eftir að mæta á Miðbakkann síðdegis í dag.
Fréttablaðið: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/050401.pdf Farið á blaðsíðu 4 og skoðið fréttina efst á síðunni, það verður gaman að sjá hversu margir mæta á staðinn. Sénsinn benzinn að Fischer sé að fara að tefla fjöltefli.
Ég er vís með að uppfæra þetta eitthvað eftir því sem líður á daginn og fleiri aprílgöbb fara í loftið.
Passið ykkur á bleiku fílunum, yfir og út.
P.s. Hérna hófst þetta allt saman http://folk.is/gesturinn/?pb=&limit=30
Smá uppfærsla á aprílgöbbum kl. 19:36: Eftir að hafa horft á fréttatíma sjónvarpsstöðvanna þá bætast hér við tvö aprílgöbb, stöð 2 var sagði að Fischer ætlaði að tefla svosem eins og eitt stykki skákeinvígi og það byrjaði bara strax í dag, þvílík tilviljun að það skuli vera 1. apríl. Svo þetta rugl á Rúv með hringinn í páskaegginu, kommon það var trúverðugra í fyrra þega átti að fjarlæga styttuna af Danakonungi sem er fyrir framan stjórnarráðið.
»
En ég ákvað að koma með nokkrar tilgátur varðandi aprílgöbb fjölmiðlanna:
Mbl.is: http://mbl.is/mm/folk/frett.html?nid=1131871 Koma Coldplay til Íslands, ég meina hversu augljóst er þetta. Sú staðreynd að fyrst sé minnst á þetta í dag gerir þetta bara of augljóst. Ég held samt að einhverjir vitleysingjar eigi eftir að mæta á Miðbakkann síðdegis í dag.
Fréttablaðið: http://www.visir.is/ExternalData/pdf/fbl/050401.pdf Farið á blaðsíðu 4 og skoðið fréttina efst á síðunni, það verður gaman að sjá hversu margir mæta á staðinn. Sénsinn benzinn að Fischer sé að fara að tefla fjöltefli.
Ég er vís með að uppfæra þetta eitthvað eftir því sem líður á daginn og fleiri aprílgöbb fara í loftið.
Passið ykkur á bleiku fílunum, yfir og út.
P.s. Hérna hófst þetta allt saman http://folk.is/gesturinn/?pb=&limit=30
Smá uppfærsla á aprílgöbbum kl. 19:36: Eftir að hafa horft á fréttatíma sjónvarpsstöðvanna þá bætast hér við tvö aprílgöbb, stöð 2 var sagði að Fischer ætlaði að tefla svosem eins og eitt stykki skákeinvígi og það byrjaði bara strax í dag, þvílík tilviljun að það skuli vera 1. apríl. Svo þetta rugl á Rúv með hringinn í páskaegginu, kommon það var trúverðugra í fyrra þega átti að fjarlæga styttuna af Danakonungi sem er fyrir framan stjórnarráðið.
»
<< Heim