Sumarvinna
Þvílíkar gleðifréttir sem ég fékk áðan. Sat fyrir framan tölvuna þegar ég allt í einu heyri þetta skemmtilega hljóð þegar hringjandi gsm sími liggur við hliðina á útvarpi þannig að ég hljóp til og svaraði. Mig svona grunaði um hvað þetta símtal ætti eftir að snúast og grunur minn var staðfestur þegar ég sá að númerið á skjánum var frá norðurlandi. Ég er semsagt kominn með vinnu í sumar og verð að vinna á Illugastöðum í Fnjóskadal 000. Góður vinnutími og fín tilbreyting frá kísiliðjunni, var ekki að höndla þessa vaktavinnu alltof vel þó hún borgaði vel. 9-19 er skárra heldur en 5:30-12:30, 12:30-19:30 og 19:30-5:30 eins og þetta var í kísiliðjunni. En ég er semsagt kominn með vinnu og er helvíti ánægður með að fá að vera fyrir norðan, var farinn að óttast það á tímabili að ég þyrfti að eyða sumrinu hér fyrir sunnan.
En jæja, það er best að snúa sér aftur að lærdómnum
Yfir og út
En jæja, það er best að snúa sér aftur að lærdómnum
Yfir og út
<< Heim