28 apríl, 2005

Sumarvinna

Þvílíkar gleðifréttir sem ég fékk áðan. Sat fyrir framan tölvuna þegar ég allt í einu heyri þetta skemmtilega hljóð þegar hringjandi gsm sími liggur við hliðina á útvarpi þannig að ég hljóp til og svaraði. Mig svona grunaði um hvað þetta símtal ætti eftir að snúast og grunur minn var staðfestur þegar ég sá að númerið á skjánum var frá norðurlandi. Ég er semsagt kominn með vinnu í sumar og verð að vinna á Illugastöðum í Fnjóskadal 000. Góður vinnutími og fín tilbreyting frá kísiliðjunni, var ekki að höndla þessa vaktavinnu alltof vel þó hún borgaði vel. 9-19 er skárra heldur en 5:30-12:30, 12:30-19:30 og 19:30-5:30 eins og þetta var í kísiliðjunni. En ég er semsagt kominn með vinnu og er helvíti ánægður með að fá að vera fyrir norðan, var farinn að óttast það á tímabili að ég þyrfti að eyða sumrinu hér fyrir sunnan.
En jæja, það er best að snúa sér aftur að lærdómnum
Yfir og út

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page