22 apríl, 2005

Sumarið komið, allavega að nafninu til...

Ég vil byrja á því að óska öllum gleðilegs sumars, sumardagurinn fyrsti reyndar í gær en betra seint en aldrei eins og einhver sagði. En þetta partí hjá kennaranum heppnaðist alveg ljómandi vel. Ég var reyndar fyrstur á svæðið eins og svo oft áður þó ég hafi mætt korteri seinna en auglýst var. Gleymdi þarna aðeins hvernig við Íslendingar erum í sambandi við stundvísi og annað slíkt. Greinilegt að ég er ekki þessi dæmigerði Íslendingur, allavega hvað þetta varðar. Gaman að segja frá því að manneskja númer 2 til að mæta á svæðið var Þjóðverji og svo leið góð stund þar til næsta manneskja mætti. En allavega, þarna var setið fram til klukkan hálf 3 um nóttina og svo fórum við nokkrir að rölta á milli staða og endaði það þannig að maður var að taka taxa heim klukkan hálf 6 um morguninn. Þetta endaði víst ekki alveg eins og maður planaði. Þegar ég vaknaði morguninn eftir fann ég fyrir hinum algengu eftirköstum skemmtanalífsins, reykingalyktinni sem var í fötunum mínum og var hún svo viðurstyggilega mikil að góður þvottur hefði varla náð henni úr.

En annars eru það bara prófin sem nálgast óðfluga, tæplega tvær vikur í það fyrsta og prófstressið aðeins farið að gera vart við sig.

Segi þetta gott í bili,
yfir og út.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page