Punktar og fríðindi
Húrra, þvílík gleði. Loksins er þetta helvíti frá. Var að koma úr prófi númer tvö í þessari próftíð og tókst að koma einhverju bulli frá mér. Spurning hversu góða einkunn maður á eftir að fá en það er önnur saga. Síðan er það síðasta prófið á miðvikudaginn og það er bara 30 % próf þannig að mesta pressan er farinn af manni. En að öðrum málum. Ég ákvað í gærkvöldi að athuga punktastöðuna á kreditkortinu mínu. Þar sem að ég er með svarta kortið þá er það tengt við vildarklúbb flugleiða þannig að maður safna punktum þegar maður er að versla hér og þar. Ég gáði fyrr í vetur og sá að ég átti einhver slatta af punktum en svo í gærkvöldi tékkaði ég og hvað sá ég?! Rúmlega 9600 punktar og það þarf 9000 punkta til þess að fljúga aðra leið á Sauðárkrók. Þannig að ég er að fara að fljúga frítt norður næsta föstudag, reyndar föstudaginn 13. en maður gefur bara skít í svoleiðis rugl. Alltaf gaman að spara nokkra þúsundkalla, hver segir svo að kreditkort borgi sig ekki 0. Held að meginhlutinn af þessum punktum sé tilkominn af því hvað ég versla mikið í Nóatúni. En talandi um Nóatún, þeir eiga nú skilið verðlaun fyrir besta auglýsingatexta ársins. Heyrði í gærkvöldi að þeir voru að auglýsa grillspjót, semsagt kjöt sem þrætt er upp á pinna eða spjót eins og þeir kjósa að kalla það. Og þeir héldu áfram, við erum með lambaspjót, nauta spjót og krakkaspjót, KRAKKASPJÓT. Bíddu nú aðeins við, getur þetta ekki valdið smá ruglingi. Var að spá í að grínast aðeins í kjötborðsliðinu út af þessu í gærkvöldi en ákvað að sleppa því þar sem mér var bent á að þau væru örugglega búin að heyra þetta svona milljón sinnum þann daginn.
Jæja, ég ætla að reyna að læra eitthvað fyrir þetta seinasta próf,
Yfir og út.
Jæja, ég ætla að reyna að læra eitthvað fyrir þetta seinasta próf,
Yfir og út.
<< Heim