One down, two suckers to go....
Jæja, þá er fyrsta prófið búið. Þetta gekk alveg þolanlega, held ég ætti alveg að sleppa í gegnum þetta. Ég skrapp aðeins á bókasafnið eftir prófið en ákvað svo að fara heim að leggja mig þar sem ég svaf eitthvað á milli 5 og 6 tíma í nótt. Þess vegna er maður ekki búinn að afreka mikið í dag. Síðan er það bara næsta próf á mánudaginn, það verður eitthvað skrautlegt. Ég hef fjóra daga til að lesa undir það en hins vegar er það þannig að ekki neinn af þessum dögum er hægt að sitja til klukkan 22:00 á bókasafninu. Á morgun er skertur opnunartími útaf uppstigningardegi, síðan koma föstudagur, laugardagur og sunnudagur sem er með mun styttri opnunartíma heldur en virkir dagar. Ekki sniðugt þar sem ég læri mun betur á safninu heldur en hérna heima. Ástandið hérna minnir svoldið á heimavistina í MA, alltaf þegar það kom próftíð þá hófust einhverjar svaka framkvæmdir. Hérna er verið að vinna í íbúð í næsta stigagangi og það heyrist allt í gegn. Svo er verið að skipta um jarðveg eða eitthvað álíka hérna í bakgarðinum á einni af blokkunum hérna við hliðina.
Ég hins vegar hef verið að velta einu fyrir mér í sambandi við appelsín auglýsinguna þar sem slökkviliðsbíllinn kemur og sprautar appelsíni yfir liðið. Þó að þetta væri bara vatn sem væri litað í tölvu eða eitthvað álíka hversu ógeðslegt væri að lenda í því að fá þetta yfir sig. Eins og flestir vita þá er rosalegt magn sykurs í gosi og þeir sem hafa sullað gosi á gólfið og reynt að hreinsa það upp vita að það getur orðið svoldið klístrað. Þessvegna held ég að það sé ekkert voðalega eftirsóknarvert að lenda í svona appelsínbaði.
Jæja, Little Britain að hefjast eftir smástund þannig að ég verð að hlaupa (auðvitað til að horfa á það sauðurinn þinn)
Yfir og út.....
Ég hins vegar hef verið að velta einu fyrir mér í sambandi við appelsín auglýsinguna þar sem slökkviliðsbíllinn kemur og sprautar appelsíni yfir liðið. Þó að þetta væri bara vatn sem væri litað í tölvu eða eitthvað álíka hversu ógeðslegt væri að lenda í því að fá þetta yfir sig. Eins og flestir vita þá er rosalegt magn sykurs í gosi og þeir sem hafa sullað gosi á gólfið og reynt að hreinsa það upp vita að það getur orðið svoldið klístrað. Þessvegna held ég að það sé ekkert voðalega eftirsóknarvert að lenda í svona appelsínbaði.
Jæja, Little Britain að hefjast eftir smástund þannig að ég verð að hlaupa (auðvitað til að horfa á það sauðurinn þinn)
Yfir og út.....
<< Heim