08 maí, 2005

3 dagar eftir

Hérna situr maður nývaknaður á sunnudagsmorgni og er stefnan að reyna að lesa í allan dag, eins skemmtilega og það kann að hljóma, fyrir eitt leiðinlegasta fag sem ég hef setið í í Háskólanum. Jæja, þýðir ekki að tala um, ef þetta gengur upp þá þarf maður ekki að hugsa um það meira. Langar helst að sleppa við próf í haust, það er ekki það skemmtilegasta. En já, það er semsagt próf í fyrramálið og svo það síðasta á miðvikudag eða eftir þrjá daga eins og stendur á niðurtalningunni hérna til hliðar sem er allt of, allt of stutt. Ég hef átt erfitt með að einbeitta mér undanfarna daga, svo mikið er ég farinn að hlakka til þess að komast í sumarfrí. En það er próf á miðvikudaginn, pakka niður og Hitchhikers guide to the Galaxy á fimmtudag og svo norður á föstudaginn.

Jæja, segi þetta gott í bili,

may the force be with you

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page