21 maí, 2005

Fyrsta helgarfríið

Jæja, þá er fyrsta vinnuvikan búin. Var reyndar í styttri kantinum þökk sé öðrum í hvítasunnu. Hins vegar lítur út fyrir að maður sé búinn að ná sér í ágætis vinnu þarna. Fínt að vera út svona til tilbreytingar frá því að hafa hangið inni undanfarin þrjú sumur. Reyndar hefði það mátt vera svoldið hlýrra þar sem hitinn skreið varla yfir 5 stig þessa vikunna auk þess sem að það fór að snjóa í gær hversu gaman sem það er. En hey, þetta er bara þetta árlega vorhret þannig að maður er ekkert að æsa sig hérna. Þetta kemur bara allt í júní. En já, nú er Eurovision í sjónvarpinu í kvöld og við Íslendingar erum ekki með búhú. Hvað er málið samt, ónei við komust ekki í úrslit og það fer allt á annan endan, heilu og hálfu fréttatímarnir fara í umfjöllun um þetta og maður er að heyra um fólk sem fór að gráta þegar úrslitin lágu fyrir. Get a f**king grip gott fólk , þetta lag var ekki einu sinni það gott, reyndar er eitthvað minna af góðum lögum í þessari keppni og ég nennti því varla að horfa á undankeppnina, það var svo mikið af drasli þar. En ég get svo svarið það að ég hélt að Gísli Marteinn færi að gráta þegar við komust ekki áfram, það var gráttklökkur tónninn í honum þegar hann sagði “ég trúi þessu ekki” þegar síðasta lagið sem komst áfram var tilkynnt. Gísli Marteinn er líka óttalegur sauður, skil ekki að fólk haldi svona voðalega mikið uppá hann. Annars verður maður eitthvað lítið í internetsambandi í sumar, verður helst um helgar sem maður lítur hérna við. Maður er reyndar ótrúlega fljótur að venjast internetskortinum þanning að þetta verður ekki vandamál af minni hálfu.



Jæja, held ég segi þetta gott í bili, ætla að fara út í garð að gera snjóengla á engu nema nærbrókinni

Yfir og út.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page