17 júlí, 2005

Langt síðan síðast

Jæja, það er nú orðið svoldið síðan maður bloggaði síðast og er of margt búið að gerast síðan það var til þess að ég nenni að fara út í það í smáatriðum. Hér eru svona helstu atriðin:

*
Skellti mér á ættarmót fyrstu helgina í júli, reyndar ekki langt að fara, bara hérna rétt fram í sveit. Mikið gaman, mikið fjör og allt það sem fylgir svona samkomu.
*
Skellti mér á Langanesið um síðustu helgi með Sigurgeir á jeppaskrímslinu hans. Fórum út að Skálum en slepptum því að fara út í Font sökum þess hversu slæmur vegurinn þangað var. Skelli jafnvel inn myndum þaðan og frá ættarmótinu ef ég verð í góðu skapi og internetsambandi.
*
Fór svo í Skagafjörðinn nú um helgina og var bara að koma þaðan í dag. Það var svosem ekkert um að vera þannig að maður hafði það bara rólegt.

En að öðru, sá og heyrði í vikunni í ritstjóra DV tala í Kastljósinu og þar viðurkenndi hann að það væri í lagi að setja fram efni sem gæti valdið fólki óþægindum og uppnámi svo lengi sem það þjónaði sögunni. Þegar ég heyrði þetta fór ég að hugsa hvernig í ósköpunum fullorðinn maður sem er í svona starfi hefur jafn lélegt, mér liggur við að segja skítlegt siðferðismat. Mér fannst nú Eiríkur Jónsson slæmur um daginn þegar hann var að verja störf Hér og Nú en þetta fór alveg yfir strikið. Þannig að gott fólk, oft var þörf en nú er nauðsyn, hættum að kaupa DV og Hér og Nú svo þessir plebbar hætti þessu skítkasti sem þeir stunda. Niður með DV og Hér og Nú og notum pappírinn í eitthvað gagnlegra, eins og t.d. framleiðslu klósettpappírs. Þá er ég búinn að hella nóg úr skálum reiði minnar í þetta skiptið og er að hugsa um að segja þetta gott. Vonandi að það líði ekki jafn langur tími þar til næst.

Yfir og út.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page