01 september, 2005

Borg óttans á sunnudaginn

Jæja, þá er bara kominn 1. september og þar með er runninn upp næstsíðasti dagurinn minn í vinnunni þetta sumarið og loksins loksins skín sólin svo um munar. Ég sit hérna og fylgist með búð þar sem kemur svona sirka einn viðskiptavinur á klukkustund. (fimm mínútum eftir að ég skrifaði þetta þá komu þrír viðskiptavinir, talandi um tilviljun.)Þar sem ég sit og lít út um gluggan þá sé ég hvít fjöll, hvít niður í miðjar hlíðar þannig að maður fær það á tilfinninguna að það sé hávetur en sú blekking gufar upp um leið og maður rís aðeins hærra í sætinu og sér grænan skóginn sem klifrar upp hlíðina. Já svona er ástandið þessa daganna hér á Illugastöðum. Í gær lauk hér einhverri umhverfisráðstefnu ungs fólks og voru hér 50 manns í fæði og húsnæði. Þarna var fólk allsstaðar að, Japan, Alaska, Rússlandi svo nokkur dæmi séu tekin. Magnað með Japanina hvað þeir voru duglegir að hringja heim til sín úr tíkallasímanum hérna, komu í búðina og keyptu eitthvað fyrir svona 100-200 krónur, borguðu með 1000-kalli og vildu svo fá afganginn í hundraðköllum og smærra. Þarna grynkaði allverulega á klinkbirgðum búðarinnar. Flottust var samt japanska stelpan sem keypti sér sprite og ætlaði að borga með 5000-kalli. Svo var það Rússinn sem vissi ekki hvað ætti að gera við tuskurnar þegar búið var að þrífa húsið sem hann var í svo hann ákvað að sturta þeim niður um klósettið. Þetta sannar það að fólki er trúandi til alls.

Svo er það bara brottför suður á sunnudaginn, fer með rútunni suður í boði mömmu sem vinnur einmitt hjá SBA, þægilegt ekki satt.

Jæja, segi þetta gott í bili, hangsið bíður.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page