19 ágúst, 2005

Parlez-vous français ?

Nýkominn heim eftir, að því er virtist, mjög langa og leiðinlega vinnuviku. Það er búið að rigna alla vikuna nema í dag. Þá var svo steikjandi hiti að öðruhverju slettist sviti á gleraugun mín svo vart sá út um. Það má því segja að þessi vika hafi endað jafn vel og hún hafi byrjað illa veðurfarslega séð. Það kom í ljós eftir síðustu færslu mína að ég virðist hafa lifað í þeim misskilningi að hár mitt sé dökkbrúnt, ekki veit ég af hverju sá misskilningur hefur stafað, kannski er maður bara litblindur eða eitthvað. En hárið er allavega mun ljósara núna en það hefur venjulega verið.

Komst að því áðan þegar ég var að keyra heim úr vinnunni að það er annsi mikið til í því að maður eigi ekki að keyra ef maður er í vondu skapi. Ætlaði að koma við á Fosshóli í heimleiðinni og kaupa mér bensín og eitthvað að borða. Þar hefur verið opið til 10 öll kvöld í sumar sem hefur reynst mjög þægilegt en núna voru fjárans beinin búin að breyta opnunartímanum og það í miðjum mánuðinum og ég varð svona nett pirraður og afturdekkið bílstjórameginn fékk í sig duglegt spark. Svo var ég svo fúll á heimleiðinni að ég þandi bílinn eins og vitlaus væri. Ég veit ekki afhverju þetta gerði mig svona reiðan, kannski hefur þar farið saman þreyta og hungur. Ég þakka gott boð Ísak varðandi hönnun útlits á þessa síðu. Vil bara biðja ykkur að hætta að kvarta yfir útlitinu því það verður bara tímabundið, vonir eru allavega bundnar við það.

Svona í lokinn þá ætla ég að segja ykkur frá annsi merkilegu tölvupósti sem ég fékk núna í vikunni. Þar var einn af kennurunum sem á að kenna mér í haust að leggja línunnar fyrir námskeiðið og þar sagði hann að við myndum horfa á einhverja mynd í fyrsta tíma sem tengist efninu sem væri á frönsku og þar að auki ótextuð og því þyrftu menn að dusta rykið af frönskukunnáttunni hjá sér. Þarna brá mér svoldið í brún því að frönskukunnáttan á þessum bænum er... tja... svona nánast í núlli. Kann að segja takk, góðan daginn og bless á frönsku and thats about it. Það verður fróðlegt að sjá hvernig þetta á eftir að þróast. Var jafnvel að hugsa um að senda kennaranum tölvupóst og spyrja hann að því hvort algjör skortur á frönskukunnáttu yrði vandamál fyrir mig í þessu námskeiði.

Jæja, segi þetta gott í bili, er jafnvel vís til þess að skrifa meira um helgina ef ég verð í stuði.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page