Nei, ég vil ekki kaupa af þér geisladisk
Þá er enn ein helgin runnin upp og reyndar verður þetta mitt síðasta helgarfrí í sumar þar sem ég mun æða suður um næstu helgi. Þessir síðustu dagar hafa verið ósköp kaldir og blautir. Sem betur fer hef ég fengið að vinna mikið inni undanfarna daga enda ósköp lítið að gera úti þar sem við erum hætt að slá þarna á Illugastöðum. Það má segja að það hafi verið mitt aðalstarf þarna í sumar. Á miðvikudaginn var mér meira að segja falin sú ábyrgð að sjá um búðina þarna aleinn á meðan þau skruppu til Akureyrar. Það komu 5 manns á þremur tímum þannig að ég greip krossgátuna sem fylgir alltaf með lesbók moggans á laugardögum og ég kláraði hana, svo lítið var að gera.
En þá er best að útskýra tilkomu titils þessarar færslu. Á Illugastöðum er það þannig að GSM samband er mjög tæpt í þjónustumiðstöðinni þarna og er ekki neitt nema á nokkrum ákveðnum punktum. Þegar síminn minn fann samband á einum af þessum punktum fyrir svona 10 dögum síðan þá fékk ég sms um það að ég ætti skilaboð í talhólfinu mínu og fór ég að hlusta á þau. Þar sagði kvenmannsrödd eitthvað á þessa leið: „Hæ Gestur, ætlaði nú bara að reyna að selja þér geisladisk. Var bara að vonast til þess að þú værir sætur. Bless“ Semsagt, mjög furðuleg skilaboð og ég kem því bara alls ekki fyrir mig hvaða rödd þetta er, er ekki einu sinni viss um að ég þekki hana.
Loks ber að geta þess að ég skellti mér í heimsókn til Önnu Júlíu um síðustu helgi. Ákvað að drífa í því að fara þangað þar sem sumarið er að verða búið. Það hefði verið leiðinlegt að láta það líða til enda án þess að skella sér þangað. Ég þakka góðar móttökur Anna Júlía.
Jæja, ég er að hugsa um að hætta þessu núna, veit ekki alveg hvort að næsta færsla verður skrifuð norðan heiða eða sunnan. Það kemur allt í ljós.
En þá er best að útskýra tilkomu titils þessarar færslu. Á Illugastöðum er það þannig að GSM samband er mjög tæpt í þjónustumiðstöðinni þarna og er ekki neitt nema á nokkrum ákveðnum punktum. Þegar síminn minn fann samband á einum af þessum punktum fyrir svona 10 dögum síðan þá fékk ég sms um það að ég ætti skilaboð í talhólfinu mínu og fór ég að hlusta á þau. Þar sagði kvenmannsrödd eitthvað á þessa leið: „Hæ Gestur, ætlaði nú bara að reyna að selja þér geisladisk. Var bara að vonast til þess að þú værir sætur. Bless“ Semsagt, mjög furðuleg skilaboð og ég kem því bara alls ekki fyrir mig hvaða rödd þetta er, er ekki einu sinni viss um að ég þekki hana.
Loks ber að geta þess að ég skellti mér í heimsókn til Önnu Júlíu um síðustu helgi. Ákvað að drífa í því að fara þangað þar sem sumarið er að verða búið. Það hefði verið leiðinlegt að láta það líða til enda án þess að skella sér þangað. Ég þakka góðar móttökur Anna Júlía.
Jæja, ég er að hugsa um að hætta þessu núna, veit ekki alveg hvort að næsta færsla verður skrifuð norðan heiða eða sunnan. Það kemur allt í ljós.
<< Heim