Loksins, eftir langa mæðu...
... hann opnaði kassann og leit ofan í hann. Þarna lá hún þá hvít sem mjöll. Hann tók hana upp og strauk henni. Vakti hana og var hún svo ótrúlega hljóðlát að hann trúði vart sínum eigin eyrum...
Bara að láta ykkur vita það að ég er kominn með tölvuna í hendurnar. Þetta kostaði mikla bið, margar símhringingar og enþá meiri bið þannig að ég ákvað bara að mæta á staðinn í dag og fékk þessa elsku þá loksins í hendur. Er búinn að vera að dæla í hana ýmsu dóti núna í kvöld, held samt að utanáliggjandi harður diskur sé á innkaupalistanum á næstunni. Ég er reyndar ekki að skrifa á hana núna þar sem ég er ekki búinn að tengja hana við netið en það á eftir að breytast. Það er góð tilfinning að segja skilið við windows svona að hluta til, það er helst vegna þess að flestir hafa ekki séð ljósið sem maður verður að nota windows í framtíðinni.
Jæja, gott í bili. Ætla að halda áfram að dæla dóti í þessa elsku.
<< Heim