Tölvuvesen
Þá er enn ein vikan hafin og af einhverjum undarlegum ástæðum þá var ég vaknaður klukkan 10 í morgun þó það væri enginn skóli í dag. Maður er að reyna að taka sig á hérna og vakna sæmilega tímanlega. Stundaði það mikið í fyrra að sofa fram að hádegi þar sem ég var sjaldan í skólanum fyrir hádegi en þar sem ég þarf að vakna klukkan 7 á morgnanna, þrjá daga í viku þá reynir maður nú að hafa smá reglu á þessu hina daganna svo maður sofni nú einhverntíma á kvöldin. Ég kom hérna á bókasafnið um hálf tólf leytið og ég verð að segja að ég varð svoldið hissa, safnið er nefnilega fullt, eða því sem næst, fyrir hádegi á mánudegi. Svakalegur metnaður hjá öllu hérna. Ég ætlaði meira að segja að fara að lesa sjálfur þannig það er eitthvað mikið í gangi.
Það er helst að frétta í tölvumálum að ég er ekki kominn með tölvuna í hendur. Var sagt að þetta ætti að ganga í gegn á einum degi en nú er kominn mánudagur og ég fór í búðina á miðvikudaginn. Það kom í ljós að klúðrið var hjá bankanum. Ég þurfti nefnilega að taka fartölvulán en það virtist ætla að verða eitthvað vesen með það sökum þess hversu stutt er síðan ég flutti mig yfir í KB banka. Ég átti að tékka á þessu í dag og þá er bara að vona það besta.
Er að hugsa um að hætta þessu í bili og kveð með von um það að næsta færsla verði skrifuð á nýju ibook tölvuna mína.
Það er helst að frétta í tölvumálum að ég er ekki kominn með tölvuna í hendur. Var sagt að þetta ætti að ganga í gegn á einum degi en nú er kominn mánudagur og ég fór í búðina á miðvikudaginn. Það kom í ljós að klúðrið var hjá bankanum. Ég þurfti nefnilega að taka fartölvulán en það virtist ætla að verða eitthvað vesen með það sökum þess hversu stutt er síðan ég flutti mig yfir í KB banka. Ég átti að tékka á þessu í dag og þá er bara að vona það besta.
Er að hugsa um að hætta þessu í bili og kveð með von um það að næsta færsla verði skrifuð á nýju ibook tölvuna mína.
<< Heim