Klukk rugl
Jæja, þar kom að því að maður yrði fyrir barðinu á þessu klukkdæmi, þökk sé honum Ævari. Jæja, here goes nothing:
1.Ég á það til að verða alveg óstjórnlega reiður út í dauða hluti, t.d. þegar tölvan gerir ekki eins og ég vill að hún geri eða þá að einhver heimilistækin virka ekki sem skyldi. Tekst hins vegar oftast að halda aftur af mér þannig að ekki hefur hlotist tjón af þessum bræðisköstum en sem komið er.
2.Á það til að draga skólaverkefni fram á síðustu stundu þannig að verkefnavinnan fer fram í stresskasti rétt fyrir skilafrestinn.
3.Þjáist af þeirri áráttu að vera aldrei viss um að hafa gert eitthvað fyrr en ég hef athugað það svona 5 sinnum, þetta kemur oftast fyrir þegar ég fer út úr húsi og athuga mörgum sinnum hvort ég hafi ekki læst á eftir mér. Getur komið sér illa þegar maður er að missa af strætó.
4.Það kemur sumum ykkar kannski ekkert á óvart en ég hef alltaf verið stór miðað við aldur, meira að segja þegar ég fæddist. Upplifði t.d. aldrei þetta tímabil þegar stelpur áttu að vera stærri en strákar samkvæmt meðaltalinu.
5.Mér líður illa þegar ég er í miklum mannfjölda, þetta kemur sérstaklega sterkt fram þegar ég er einn á ferðinni, þ.e.a.s. ekki með neinum sem ég þekki.
Jæja, þá er ég búinn að ljúka þessu af og hef ég ákveðið að klukka eftirfarandi aðila, Önnu Júlíu, Sigrúnu og Stebba G, þeim eflaust til mikillar ánægju.
1.Ég á það til að verða alveg óstjórnlega reiður út í dauða hluti, t.d. þegar tölvan gerir ekki eins og ég vill að hún geri eða þá að einhver heimilistækin virka ekki sem skyldi. Tekst hins vegar oftast að halda aftur af mér þannig að ekki hefur hlotist tjón af þessum bræðisköstum en sem komið er.
2.Á það til að draga skólaverkefni fram á síðustu stundu þannig að verkefnavinnan fer fram í stresskasti rétt fyrir skilafrestinn.
3.Þjáist af þeirri áráttu að vera aldrei viss um að hafa gert eitthvað fyrr en ég hef athugað það svona 5 sinnum, þetta kemur oftast fyrir þegar ég fer út úr húsi og athuga mörgum sinnum hvort ég hafi ekki læst á eftir mér. Getur komið sér illa þegar maður er að missa af strætó.
4.Það kemur sumum ykkar kannski ekkert á óvart en ég hef alltaf verið stór miðað við aldur, meira að segja þegar ég fæddist. Upplifði t.d. aldrei þetta tímabil þegar stelpur áttu að vera stærri en strákar samkvæmt meðaltalinu.
5.Mér líður illa þegar ég er í miklum mannfjölda, þetta kemur sérstaklega sterkt fram þegar ég er einn á ferðinni, þ.e.a.s. ekki með neinum sem ég þekki.
Jæja, þá er ég búinn að ljúka þessu af og hef ég ákveðið að klukka eftirfarandi aðila, Önnu Júlíu, Sigrúnu og Stebba G, þeim eflaust til mikillar ánægju.
<< Heim