19 september, 2005

Brjálaður bónus

Komst að því að maður er lengi, lengi, LENGI að gera eitt stykki dvd-disk. Ákvað að prófa að gera einn þar sem það er dvd-skrifari á ibook. Byrjaði klukkan 11 í gærmorgun og var að raða inn fullt af myndböndum og ljósmyndum og bjó til valmyndir fyrir diskinn. Það er skemmst frá því að segja að klukkan 11 í gærkvöldi setti ég svo tóman dvd disk í og ætlaði að skrifa diskinn. Þá fór allt í gang og hélt ég að þetta væri svona klukkutíma ferli eða um það bil en nei, nei. Þegar þetta var búið þá voru svona 10% búin af einhverju sem hét "rendering disc menus" þannig að ég lét tölvuna bara ganga og fór að sofa. Þetta var svo tilbúið þegar ég vaknaði í morgun. Fannst það hinsvegar fúlt að það skuli vera hátt í sólarhrings ferli að gera einn dvd-disk.

Það var verið að opna Bónusverslun í Hólagarði, sem er rétt hjá mér þarna í Breiðholtinu, á laugardaginn síðasta og ákvað ég að kíkja aðeins á pleisið. Það var vægast sagt stappa í búðinni og röð á hverjum kassa sem náði inn í miðja búð þannig að ég flýtti mér þarna í gegn og rauk svo heim. Hins vegar flýtti ég mér svo mikið að ég gáði ekki hver opnunartíminn væri, svo ætlaði ég að fara út í búð í morgun en nei, nei. Var þá ekki bara lokað og þá sá að það opnaði ekki fyrr en klukkan 12. Þetta er smá munur frá því sem var þegar Nóatún var þarna en þeir voru með opið frá 9-21 alla daga. Hins vegar er svoldið annað verðlag þarna heldur en í Nóatúni. Bara svo það sé á hreinu Gummi þá er harði diskurinn hjá mér ekki fullur af klámi, er með tæp 17 gígabæt af tónlist og svo fullt af forritum sem ég fékk frá Ísak og það fer langt með að útskýra hversu fullur diskurinn er orðinn.

jæja, þá er umræðulistinn tæmdur í bili, yfir og út.

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page