Skype
Jæja, sit hérna í kjallaranum á Árnagarði og er að vafra um netið á ibook. Er búinn að setja svo mikið af dóti í hana að af þessum 60 gígabætum sem hún hafði í harðadiskpláss þá eru svona 15-16 eftir. Fékk Skype hjá Ísak og var að prófa það áðan, það var svo Gummi frændi sem átti fyrsta samtalið. Þvílík snilld sem þetta forrit er, að geta talað svona við fólk allstaðar í heiminum án þess að borga krónu fyrir. Ef þið viljið bæta mér á listann hjá ykkur þá er notandanafnið mitt gesturpa.
En nóg um það, hef eitthvað voða lítið að segja núna þannig að ég er að hugsa um að fá mér eitthvað að borða.
En nóg um það, hef eitthvað voða lítið að segja núna þannig að ég er að hugsa um að fá mér eitthvað að borða.
<< Heim