Bíllausi dagurinn... my ass
Ég held það megi með sanni segja að nú sé sumarið endanlega búið, svona ef það var einhverntíma vafi um slíkt. Vaknaði klukkan 7 í morgun og þegar ég kom út þá var skítakuldi og ég var næstum því floginn á hausinn í hálkunni sem var á gangstéttinni. Held ég hafi aldrei séð jafn troðinn strætó og þann sem ég var í í morgun, minnti mann óneitanlega á bílana sem lömbin eru flutt á þegar farið er með þau á sláturhúsið. Sá þarna einn af þeim kostum sem eru við það að búa í úthverfi, maður fer upp í vagninn svo stuttu eftir að hann leggur af stað að maður er nokkuð öruggur með að ná í sæti. Sá frétt áðan á mbl.is að í dag væri frídagur bílsins, sá ekki að það hefði nokkur áhrif á umferðina, alveg jafnmikil og á venjulegum morgni.
Í dag er 22. september og ástæðan fyrir því að ég minnist á það er sú að í dag hefði pabbi orðið 80 ára en hann fæddist á þessum degi árið 1925. Þar sem hann dó árið 1993 þá man ég frekar lítið eftir honum en ég vil engu að síður nota tækifærið og minnast hans af þessu tilefni.
Nýtt útlit kemur vonandi á allranæstu dögum, það er þó enginn þörf að fara á límingunum þó það verði ekki, ...hóst... María... hóst... en þetta er allt saman í vinnslu.
Búið í bili, Tschues
Í dag er 22. september og ástæðan fyrir því að ég minnist á það er sú að í dag hefði pabbi orðið 80 ára en hann fæddist á þessum degi árið 1925. Þar sem hann dó árið 1993 þá man ég frekar lítið eftir honum en ég vil engu að síður nota tækifærið og minnast hans af þessu tilefni.
Nýtt útlit kemur vonandi á allranæstu dögum, það er þó enginn þörf að fara á límingunum þó það verði ekki, ...hóst... María... hóst... en þetta er allt saman í vinnslu.
Búið í bili, Tschues
<< Heim