Lokaþáttur
Jæja, þá er loksins komið að því, lokaþátturinn í þessu ADSL veseni verður á morgun. Var að fá símtal frá símanum og var mér tjáð að það kæmi maður á morgun til að ganga frá þessu. Reyndar hefði hann átt að koma á föstudaginn í síðasta lagi ef allt hefði átt að vera eðlilegt en þegar ég hringdi í gær til að athuga hverju sætti þá kom í ljós að beiðnin hafði verið afturkölluð á einhvern dularfullan hátt, greinilegt að þetta fyrirtæki er algjörlega í ruglinu. En nóg um símann, enda hef ég varla talað um nokkuð annað í langan tíma. Það má segja að þarna sé lokið ákveðnum kafla í lífi mínu, löngum og leiðinlegum.
Helgin leið að mestu rólega hjá, var boðið í mat á laugardaginn til Stínu frænku og fékk þar alveg frábært nautakjöt og borðuðu allir á sig gat. Granastaðafjölskyldan var líka þarna í mat og því má segja að þarna hafi verið haldið mini ættarmót.
...
Viðbót kl. 15:16
Skrapp aftur upp í Breiðholt þar sem mamma var í bænum og við fórum svo aftur niður í bæ með strætó og ætlaði hún að fara á þessa samkomu sem er núna í gangi í miðbænum útaf 30 ára afmæli kvennafrídagsins og ég verð að segja að þetta var aldeilis strætóferð sem maður gleymir aldrei. Vagninn var alveg troðinn og var það með herkjum að við komumst inn í hann, þurfti að standa við hliðina á bílstjóranum. Svo kom svoldið fyrir sem ég hélt að ég myndi aldrei upplifa, bílstjórinn þurfti að vísa fólki frá því vagninn var svo fullur. Svo var bara brunað beint niður á Miklubraut þar sem enginn ætlaði í Kópavoginn en þar var umferðinn svo mikil að vagninn komst varla áfram, við getum sko gleymt síðdegisumferð á föstudegi svo mikið var þetta, slagaði upp í lýðveldishátíð á Þingvöllum '94. Hendi svo inn mynd sem ég tók í vagninum áðan:
P.s. ekki gleyma hvaða dagur er í dag.... ;)
Helgin leið að mestu rólega hjá, var boðið í mat á laugardaginn til Stínu frænku og fékk þar alveg frábært nautakjöt og borðuðu allir á sig gat. Granastaðafjölskyldan var líka þarna í mat og því má segja að þarna hafi verið haldið mini ættarmót.
...
Viðbót kl. 15:16
Skrapp aftur upp í Breiðholt þar sem mamma var í bænum og við fórum svo aftur niður í bæ með strætó og ætlaði hún að fara á þessa samkomu sem er núna í gangi í miðbænum útaf 30 ára afmæli kvennafrídagsins og ég verð að segja að þetta var aldeilis strætóferð sem maður gleymir aldrei. Vagninn var alveg troðinn og var það með herkjum að við komumst inn í hann, þurfti að standa við hliðina á bílstjóranum. Svo kom svoldið fyrir sem ég hélt að ég myndi aldrei upplifa, bílstjórinn þurfti að vísa fólki frá því vagninn var svo fullur. Svo var bara brunað beint niður á Miklubraut þar sem enginn ætlaði í Kópavoginn en þar var umferðinn svo mikil að vagninn komst varla áfram, við getum sko gleymt síðdegisumferð á föstudegi svo mikið var þetta, slagaði upp í lýðveldishátíð á Þingvöllum '94. Hendi svo inn mynd sem ég tók í vagninum áðan:
P.s. ekki gleyma hvaða dagur er í dag.... ;)
<< Heim