ADSL væntanlegt eftir 5 f**king daga (AÐ MINNSTA KOSTI)
Ég dreif mig í það þegar ég vaknaði í morgun að sækja um þessa blessuðu adsl-tengingu, sótti um þjónustuna hjá RHI og fór svo niður í Símann með það í huga að kaupa router fyrir netið svo maður geti verið þráðlaus þarna uppfrá. Þá kom það í ljós að þar sem Síminn leigir línuna þá þarf ég að gera einhvern 12 mánaða samning við þá en fæ hinsvegar routerinn gjaldfrjálst með sem er ekkert nema gott, sparaði mér 10.000 kall þar. Hins vegar virðist hröð þjónusta ekki vera mikið forgangsatriði hjá þessu blessaða fyrirtæki, þegar kellingin sagði mér að það myndu líða 5-10 dagar þar til tengingin yrði virk þá langaði mig að stökkva yfir borðið og slá hana utanundir, sá þetta svona fyrir mér eins og gaurinn í Scrubs gerir alltaf, en ég ákvað að sleppa því. Að þurfa að bíða hátt í hálfan mánuð eftir svona er náttúrulega bara fáránlegt, þeir hjá RHI sögðu að þetta yrði tilbúið hjá þeim í fyrramálið. En jæja, það verður bara að hafa það. En þegar þetta verður komið á þá þýðir það að PC tölvur munu nánast hverfa úr mínu daglega lífi þar sem ég verð með makkann á sítengingunni, það þýðir svo að maður verður online á bæði msn og skype 24-7, nema náttúrulega þegar maður fer í og úr skólanum. Æi, hversu sorglegur er maður að verða hérna?!
Svo er það þannig að maður er símalaus þessa daganna, allavega í dag og á morgun, gæti hugsanlega teygt sig yfir á hinndaginn. Þannig var að Sigurgeir tókst að týna símanum sínum þegar hann skrapp í bæinn um helgina, gripurinn ákvað bara að segja bless og hoppa upp úr vasanum hjá honum. Svo ætlaði hann að kaupa sér annan síma í dag en hann var ekki til, kemur ekki fyrr en á morgun. Þar sem að hann var að fara norður í dag þá lánaði ég honum símann minn og fæ síðan að hafa nýja símann hans og prufukeyra hann aðeins næstu vikuna. En símalaus í dag og á morgun eins og áður sagði og jafnvel á hinndaginn. Úff, það er svo svakalegt hvað síminn er orðinn stór partur af lífi manns. Mér finnst eins og ég sé hálf fatlaður án hans, samt nota ég hann ekkert svo svakalega mikið, ekki miðað við sumar manneskjur. En maður má nú eiga annsi bágt ef maður kemst ekki af án símans í nokkra daga.
Jæja, búið í bili
Svo er það þannig að maður er símalaus þessa daganna, allavega í dag og á morgun, gæti hugsanlega teygt sig yfir á hinndaginn. Þannig var að Sigurgeir tókst að týna símanum sínum þegar hann skrapp í bæinn um helgina, gripurinn ákvað bara að segja bless og hoppa upp úr vasanum hjá honum. Svo ætlaði hann að kaupa sér annan síma í dag en hann var ekki til, kemur ekki fyrr en á morgun. Þar sem að hann var að fara norður í dag þá lánaði ég honum símann minn og fæ síðan að hafa nýja símann hans og prufukeyra hann aðeins næstu vikuna. En símalaus í dag og á morgun eins og áður sagði og jafnvel á hinndaginn. Úff, það er svo svakalegt hvað síminn er orðinn stór partur af lífi manns. Mér finnst eins og ég sé hálf fatlaður án hans, samt nota ég hann ekkert svo svakalega mikið, ekki miðað við sumar manneskjur. En maður má nú eiga annsi bágt ef maður kemst ekki af án símans í nokkra daga.
Jæja, búið í bili
<< Heim