Að lokum....
Lokaþátturinn í sápuóperunni "ég ætla víst að fá mér ADSL" er á dagskrá núna í vikunni, nánari upplýsingar um útsendingartíma koma á næstunni. Já, það fer loksins að koma að því, ADSL tengingin fer að komast í gagnið á allra næstu dögum. Það endaði með því að ég pantaði mann frá símanum til að redda þessu, nennti ekki lengur að bíða eftir einhverjum gaur sem sagðist koma á morgun á mánudaginn síðasta. Til þess að panta gaurinn hringdi ég í þjónustulínuna hjá símanum og til að spara mér gífurlegan tíma í bið eftir svo litlum hlut þá hringdi ég einfaldlega klukkan hálf 1 að nóttu og mér var tjáð að ég væri númer 1 í röðinni, hversu súrrealískt sem það er. Var allt frá því að vera númer 25-32 þegar ég var að hringja í þá um daginn. Semsagt, ef þið viljið fá snögga afgreiðslu hjá þessu fyrirtæki þá borgar sig að hringja í þjónustusímann eftir miðnætti og helst á virkum degi.
Mig langar mjög mikið að eiga eins og eitt gott samtal við manneskjuna sem var í því að kaupa stóla á bókhlöðuna. Lenti í því þegar ég kom hérna áðan að allt var fullt og ég neyddist til að setjast á þessum ömurlegu stólum sem eru fastir í einni stöðu og eru allt of háir fyrir undirritaðan. Það að ætla fyrir því að til væri fólk sem þyrfti mögulega, kannski, eitthvað að breyta stólunum til að geta setið við borðið án þess að fá í bakið eða hljóta af önnur óþægindi var greinilega allt of erfitt.
Best að fara að snúa sér að því sem maður ætlaði sér að gera þegar maður kom hingað, þ.e.a.s. að lesa fyrir próf sem ég fer í á föstudaginn næsta.
Yfir og út......
Mig langar mjög mikið að eiga eins og eitt gott samtal við manneskjuna sem var í því að kaupa stóla á bókhlöðuna. Lenti í því þegar ég kom hérna áðan að allt var fullt og ég neyddist til að setjast á þessum ömurlegu stólum sem eru fastir í einni stöðu og eru allt of háir fyrir undirritaðan. Það að ætla fyrir því að til væri fólk sem þyrfti mögulega, kannski, eitthvað að breyta stólunum til að geta setið við borðið án þess að fá í bakið eða hljóta af önnur óþægindi var greinilega allt of erfitt.
Best að fara að snúa sér að því sem maður ætlaði sér að gera þegar maður kom hingað, þ.e.a.s. að lesa fyrir próf sem ég fer í á föstudaginn næsta.
Yfir og út......
<< Heim