Doom on you, mister Sími
Í morgun fór ég og talaði við töfralækni um það að leggja bölvun á Símann með það að markmiði að hrekja hann í gjaldþrot. Nokkur dauð hæsni fyrir utan útibúin og fleira í þeim dúr... En svona að öllu gammni slepptu þá er ég orðinn virkilega fúll út í þetta fyrirtæki núna, það er allt til reiðu fyrir adsl tenginguna, routerinn, isdn boxið og splitterinn fyrir símasnúruna. Það eina sem vantar er að setja kló framan á snúruna úr veggnum til þess að stinga draslinu í samband. Er að reyna að redda manni í þetta í gegnum hina og þessa en það gengur eitthvað treglega, vil helst ekki tala við þá hjá símanum útaf þessu og ástæðan er einföld. Ég get lifað með því að bíða í viku eftir að maðurinn komi en hinsvegar finnst mér það annsi gróft að maður þurfi að blæða 6500 krónum í það eitt að fá manninn á svæðið til þess eins að setja pínulítið plaststykki framan á nokkra enþá minni víra. Held það sé best fyrir þau ykkar sem hittið mig í persónu að minnast ekki á þetta við mig þar sem ég væri vís til þess að bíta ykkur af bræði.
En annars er ég bara rólegur...
...sit hérna á hlöðunni og hlusta á led Zeppelin, hef ekkert betra að gera heldur en að hlusta á tónlist og blogga. Nei annars, það er alveg hellingur sem ég gæti verið að gera en ég einfaldlega nenni því ekki. Er hins vegar að hugsa um að fara að koma mér í það á næstunni að byrja á einhverju af þessum ritgerðum og verkefnum sem eru á dagskránni, nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér viku fyrir próf, reyndar eru bara tvær ritgerðir og einn fyrirlestur á dagskránni þannig að þetta ætti ekki að vera neitt mál.
Það er ömurlegt að þurfa að vakna klukkan 7 á morgnana, ég þarf að vakna klukkan 7 þrisvar í viku og það fer ekkert alltof vel með mig. Þoli ekki hvað ég þarf að sofa mikið til þess að vera úthvíldur. 8-9 tíma svefn er ekki nóg fyrir mig eins og venjulegt fólk, allavega vakna ég mjög þreyttur eftir þann tíma og tekst að snúsa símann svona tvisvar, þrisvar þannig að ég þarf að fara í sturtu, klæða mig, borða morgunmat og hlaupa svo út á stoppistöð á svona 10-15 mínútum. Það gerir mig mjög ánægðan með það að vera ekki á eiginn bíl, veit ekki hversu oft ég væri búinn að lenda í aftanákeyrslu ef ég þyrfti að keyra í skólann því það tekur mig svona hálftíma að vakna almennilega.
Jæja, held að þetta sé gott í bili, yfir og út
P.s. veit einhver um númer hjá góðum töfralækni, fann engann í símaskránni. Á ég kannski að leita í gulu síðunum?
En annars er ég bara rólegur...
...sit hérna á hlöðunni og hlusta á led Zeppelin, hef ekkert betra að gera heldur en að hlusta á tónlist og blogga. Nei annars, það er alveg hellingur sem ég gæti verið að gera en ég einfaldlega nenni því ekki. Er hins vegar að hugsa um að fara að koma mér í það á næstunni að byrja á einhverju af þessum ritgerðum og verkefnum sem eru á dagskránni, nenni ekki að hafa þetta hangandi yfir mér viku fyrir próf, reyndar eru bara tvær ritgerðir og einn fyrirlestur á dagskránni þannig að þetta ætti ekki að vera neitt mál.
Það er ömurlegt að þurfa að vakna klukkan 7 á morgnana, ég þarf að vakna klukkan 7 þrisvar í viku og það fer ekkert alltof vel með mig. Þoli ekki hvað ég þarf að sofa mikið til þess að vera úthvíldur. 8-9 tíma svefn er ekki nóg fyrir mig eins og venjulegt fólk, allavega vakna ég mjög þreyttur eftir þann tíma og tekst að snúsa símann svona tvisvar, þrisvar þannig að ég þarf að fara í sturtu, klæða mig, borða morgunmat og hlaupa svo út á stoppistöð á svona 10-15 mínútum. Það gerir mig mjög ánægðan með það að vera ekki á eiginn bíl, veit ekki hversu oft ég væri búinn að lenda í aftanákeyrslu ef ég þyrfti að keyra í skólann því það tekur mig svona hálftíma að vakna almennilega.
Jæja, held að þetta sé gott í bili, yfir og út
P.s. veit einhver um númer hjá góðum töfralækni, fann engann í símaskránni. Á ég kannski að leita í gulu síðunum?
<< Heim