ADSL, sagan endalausa
Ég hef lent í þeirri óskemmtilegu reynslu undanfarna daga að koma mér upp ADSL með aðstoð símans eins og kom fram í síðustu færslu. Ég fór í fyrradag að sækja routerinn en manneskjan sem lét mig hafa hann afrekaði það að láta mig hafa vitlausan router, reyndar hét sá sem ég átti að fá alveg það sama og hinn nema að týpunúmerið endaði á i. Allavega, þetta kostaði mig aukaferð niður í símaverslun í gær og þá fékk ég rétta græju í hendurnar. Þegar ég kom heim setti ég græjuna upp og setti hana í samband og setti hana upp og fór að prófa þetta, náði sambandi um alla íbúð þó það hafi rétt slefað upp í einn punkt í stofunni. Kannski ekki skrítið þar sem merkið þarf að fara í gegnum tvo til þrjá steinveggi. Hinsvegar fannst mér snúrurnar eitthvað einkennilega tengdar hjá mér þannig að ég hringdi í þjónustusíma Símans og var númer 10 í röðinni en þurfti samt að bíða í kortér, það mætti halda að það væru svona þrjár manneskjur á vakt þarna.
Allavega þá kom í ljós að ég þurfti að skipta um eitthvað box sem var á símalínunni vegna isdn línunnar vegna þess hversu gamalt það var orðið. Þetta kostaði mig aðra ferð niður í símaverslun, þar settist ég inn, tók númer og var númer 204 og það var verið að afgreiða 192. Sat þarna í hálftíma og svo var röðin alveg að koma að mér en nei nei, þá fór rafmagnið. Svo var mér tjáð að ég þyrfti að koma aftur á morgun, þ.e. í dag til þess að ná í þetta box. Það var mjög skrýtið að vera í Kringlunni í svona rafmagnsleysi, ætlaði að fara á stjörnutorg til að fá mér eitthvað að borða en þá voru stóru stáltjöldinn farin niður og búið að aðskilja stjörnutorgið frá restinni af kringlunni. En ég er að vonast til þess að geta komið þessu adsl-i í gagnið í dag, nenni hreinlega ekki að fara aftur í símann næstu vikurnar, eftir heimsókina á eftir hef ég farið þangað fimm sinnum á fjórum dögum.
Meira var það ekki í bili
Yfir og út
P.s. Er það ég eða er hraðafgreiðsluborðið í símanum eitt það gagnlausasta fyrirbæri sem til er?! Í gær var röðin þar næstum því jafnlöng og hjá þjónustufulltrúunum og afgreiðslan alveg jafn hæg.
Allavega þá kom í ljós að ég þurfti að skipta um eitthvað box sem var á símalínunni vegna isdn línunnar vegna þess hversu gamalt það var orðið. Þetta kostaði mig aðra ferð niður í símaverslun, þar settist ég inn, tók númer og var númer 204 og það var verið að afgreiða 192. Sat þarna í hálftíma og svo var röðin alveg að koma að mér en nei nei, þá fór rafmagnið. Svo var mér tjáð að ég þyrfti að koma aftur á morgun, þ.e. í dag til þess að ná í þetta box. Það var mjög skrýtið að vera í Kringlunni í svona rafmagnsleysi, ætlaði að fara á stjörnutorg til að fá mér eitthvað að borða en þá voru stóru stáltjöldinn farin niður og búið að aðskilja stjörnutorgið frá restinni af kringlunni. En ég er að vonast til þess að geta komið þessu adsl-i í gagnið í dag, nenni hreinlega ekki að fara aftur í símann næstu vikurnar, eftir heimsókina á eftir hef ég farið þangað fimm sinnum á fjórum dögum.
Meira var það ekki í bili
Yfir og út
P.s. Er það ég eða er hraðafgreiðsluborðið í símanum eitt það gagnlausasta fyrirbæri sem til er?! Í gær var röðin þar næstum því jafnlöng og hjá þjónustufulltrúunum og afgreiðslan alveg jafn hæg.
<< Heim