The end... ???
Hér er ótrúleg hamingja í gangi, í morgun hringdi síminn minn (reyndar í miðjum tíma og þar sem ég hafði gleymt að setja símann á silent þá fengu allir í stofunni að heyra að verið væri að hringja í mig) og í honum var símvirkinn sem átti að tengja símalínuna svo síminn og netið kæmust í gang aftur. Hann sagðist geta komið innan 10 mínútna og lét ég mömmu svo vita að hann væri á leiðinni. Svo þegar ég kom heim í kvöld var það mitt fyrsta verk að opna tölvuna og fara á netið og hringdi ég í Maríu á skype til að testa kerfið. Svo var það eitthvað vesen með proxy stillingar en núna er þetta allt saman komið í lag. Er búinn að tengja tölvurnar allar þrjár saman og því getur maður flutt gögn á milli og prentað þráðlaust og allar græjur. Sit núna fyrir framan sjónvarpið og skrifa þessi orð. Já, það hlaut að koma að því að það kæmu góðar fréttir í þessum málum.
Ég er að hugsa um að segja þetta gott í bili, er mjög feginn að þessu sé lokið. María, þú verður bara að finna þér aðra síðu til að hlæja að.
Ég er að hugsa um að segja þetta gott í bili, er mjög feginn að þessu sé lokið. María, þú verður bara að finna þér aðra síðu til að hlæja að.
<< Heim