08 nóvember, 2005

Pestin

Sú vanlíðan sem ég minntist á í síðustu færslu þróaðist yfir í eina af lífseigustu pestum sem ég hef fengið. Fór að finna fyrir óþægindum á mánudaginn í síðustu viku og í dag er ég enþá hóstandi og með nefrennsli. Fór meira segja á heilsugæsluna í gær til að láta líta á, var hætt að lítast á blikun og það þegar mamma minntist á bronkítis þá hætti mér að lítast á blikuna. Þurfti að rífa mig upp klukkan 7 í morgun til að flytja fyrirlestur og var líðanin þegar ég vaknaði hreint út sagt skelfileg. Tókst hins vegar að halda þetta út og er enþá hérna í skólanum. Fékk reyndar skelfilegt hóstakast 10 mínútum eftir að ég flutti fyrirlesturinnn í morgun og þurfti að rjúka fram til að trufla ekki aðra fyrirlesara, frekar vandræðalegt.

En varðandi þetta kitl dæmi, er að hugsa um að gefa skít í þetta. Nenni þessu hreinlega ekki, þú verður bara að fyrirgefa Sirrý.

Jæja, er að hugsa um að koma mér eitthvað áleiðis heim og hósta þessu kvefi úr mér,
yfir og út

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page