09 nóvember, 2005

Sigur i sjonmali

Það lítur út fyrir það að ég sé að hafa sigur í viðureign minni við fjandans pestina. Held ég hafi átt hápunktinn í þessum ægilega hósta sem ég fékk þegar ég fór í rúmið í gærkvöldi. Ætlaði aldrei að geta sofnað og leið svo hálf ömurlega í dag og var kominn með hausverk og eitthvað slappur þegar ég drattaðist loks á lappir um 5 leytið. Já 5 leytið, 17:00 takk fyrir, ákvað að slappa rækilega af í dag en reyndar svaf ég ekki allan þennan tíma, lá bara og leið ömurlega. Komst reyndar að því þegar ég vaknaði að höfuðverkurinn var væntanlega tilkominn vegna vökvaskorts þannig að ég þambaði líter af vatni og fór verkurinn þá fljótlega.

Þegar ég fór svo að ná í póstinn þá sá ég þar brúnt bóluumslag merkt mér og það stóð rás 2 á horninu á því. Fyrst velti ég því fyrir mér hvað þetta gæti verið og var alveg úti á þekju. Svo rann það upp fyrir mér, ég sendi póst á rás 2 á föstudaginn vegna plötu vikunnar, gerði það í algjörri rælni án þess að vita hvaða plata það var og ég vann. Ég vissi ekkert um þennan disk sem kom upp úr umslaginu og þegar ég sá hann var ég ekkert bjartsýnn, þetta var diskur með KT Tunstall sem heitir Eye To The Telescope. Bjóst við því að þetta væri einhver píkupopp diskur sem einhver vinkona mín ætti eftir að fá að gjöf en þegar ég fór að hlusta á hann þá var hann bara nokkuð góður, ekkert það besta sem ég hef heyrt en samt góður. Þegar ég stakk honum í tölvuna þá hélt ég að drifið væri að bryðja diskinn, svo mikil voru lætinn en þá var bara verið að brjóta upp afritunar"vörnina". Það var þá vörn, það eina sem hún gerir er að hæga á hraðanum þegar maður importar diskana.

Jæja, held það sé best að fara að halla sér,
Putaland kveður...

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page