Ó, þið skelfilegu próf, af hverju komið þið alltaf aftur...?
SIt hérna í Árnagarði og eyði tímanum á netinu þangað til að næsti tími byrjar og sötra eitt versta kaffi sem ég hef á ævi minni smakkað. Ástæðan fyrir því að ég læt mig hafa það að drekka þetta sull er sú að ég neyðist til þess ef ég á að halda mér vakandi. Finnst tíminn hafa verið ótrúlega fljótur að líða, eiginlega allt of fljótur finnst mér. Er ekki að fara að "meika það brjálæði sem er framundan í ritgerðafrágangi og prófalærdómi og mun taka næstu 3-4 vikur lífs míns. Fór samt að hugsa um það að þetta gæti vel verið í síðasta skiptið sem ég tek jólapróf í mjög langan tíma, já eða bara síðasta skiptið punktur. Fer allavega ekki í próf næsta vetur þar sem ég verð þá að gera ritgerðina og svo er maður bara búinn með þetta eftir rúmt ár, kominn með BA-próf og hef ekki hugmynd um hvað ég á að gera næst. Er svoldið að upplifa þessa valkreppu núna sem margir lentu í þegar þeir kláruðu menntaskóla. En annars er ég farinn að deyja úr tilhlökkun yfir því að komast í jólafrí þar sem maður getur slappað af í 2 til 3 vikur og sleppt því að gera nokkurn skapaðan hlut annan en að glápa á sjónvarp og borða góðan mat. Ohh, það er allt of langt þangað til. Eins og mér er nú illa við það að fólk sé byrjað að skreyta, auglýsa jólavörur og spila jólalög fyrir 1. des þá er samt ekki laust við að það maður sé kominn í smá jólaskap. En aftur á móti verður maður að reyna að bæla það niður þangað til 20. des til þess að geta einbeitt sér að lærdóminum.
Jæja, þá fer tíminn bráðum að byrja þannig að ég læt þetta duga í bili,
Tschuss
Jæja, þá fer tíminn bráðum að byrja þannig að ég læt þetta duga í bili,
Tschuss
<< Heim