14 nóvember, 2005

Nostalgía

Ég álpaðist inn á muninssíðuna og var eitthvað að skoða þar þegar ég rakst á eftirfarandi:

Matseðill vikuna 14.-20. nóv. 2005

Mánudagur:
Soðin ýsa og saltfiskur að spænskum hætti með rúgbrauði og salati. Kakósúpa með tvíbökum
Lengimatur

Þriðjudagur:
Kjötbollur með kryddjurtum rjómalauksósu og kartöflumús. Hrísgrjónagrautur með slátri
Steikt ýsa í raspi með rauðum íslenskum kartöflum og salati

Miðvikudagur:
Kjúklingaborgari í barbeque með salati og frönskum kartöflum. Ávextir
Lambakjöt í karrísósu með hrísgrjónum og brauði

Fimmtudagur:
Steiktur lax með ristuðum hnetum í hunangssmjöri ásamt súrum gúrkum og salati. Blómkálssúpa með brauðbollum
Pizza með skinku og piparpylsu

Föstudagur:
Nautafile með bearnaisesósu og bakaðri kartöflu. Epla- og súkkulaðibitakaka með rjóma

Laugardagur:
Kjúklingabaka með kryddhrísgrjónum og salati

Sunnudagur:
Grísahryggur (purusteik) með pönnusteiktum kartöflum og grænmetisblöndu

Það er alltaf gaman að sjá að sumir hlutir breytast aldrei, sýnist þetta vera nákvæmlega eins og maður skyldi við þetta á sínum tíma, nema hvað að lengimaturinn er kominn á mánudagskvöld. Það er magnað að sjá hvað þessi maður er duglegur að gefa þessum réttum sínum nafn, bara ef hann hefði lagt sömu natni í eldamennskuna þá væru minningar manns af bragðgæðum matarins í þessu mötuneyti kannski aðeins jákvæðari.

Tschuss

© Ísak Sigurjón sá um gerð og kóðun útlits, 2006






Visitor Map
Create your own visitor map!
Myspace Maps
Locations of visitors to this page