Tvö búin, eitt eftir
Fór í próf í morgun, stóð mig svona sæmilega held ég, ætti alveg að ná þessu, kannski, veit það ekki, sjáum til. Allavega þá var ég næstum búinn að afreka það í morgun að sofa yfir mig. ætlaði að vakna hálf 8 þannig að ég hefði góðan tíma til þess að borða og svona áður en ég tæki svo vagninn niður eftir. Þegar ég svo vaknaði loksins sá ég að klukkan á símanum sýndi 7:53 en þar sem ég var hálf ruglaður eitthvað svona nývaknaður þá ætlaði ég bara að leggjast útaf aftur og halda áfram að sofa en fattaði allt í einu hvað hafði gerst og glaðvaknaði um leið. Ég gerði heiðarlega tilraun til þess að klæða mig, taka lýsið og innbyrða eina jógúrt fernu á 5 mínútum en það mistókst all hrapalega og sá ég svo strætóinn út um stofugluggann þar sem hann keyrði í burtu. Leysti þetta svo bara með því að fara niður eftir á bílnum hans Sigurgeirs.
Skellti mér á Subway eftir prófið og fékk mér einn góðan bát. Lenti hins vegar á einhverri þeirri hægustu þjónustu sem ég orðið vitni af á Subway, það voru þrír á undan mér samt þurfti ég að bíða í rúmar 20 mínútur eftir því að fá bátinn í hendurnar. Þegar ég var svo búinn að borða matinn og þurrkaði mér með serviettunni þá fann ég að hún lyktaði af málningu, og það engin smáræðislyk, við erum að tala um að það sveif næstum því á mann.
Svo er það sorgarfrétt dagsins. Ætlaði að horfa á eins og eina mynd sem ég hafði skrifað á disk um daginn en þá var drifið með eitthvað múður og neitaði að taka við disknum. En hins vegar neitaði það að skila honum líka og sat hann fastur í raufinni án þess að ég næði í hann. Skellti mér því í Apple búðina þar sem mér var tjáð að drifið gæti verið skemmt þar sem það styður ekki + diska en ég hef einmitt verið að nota svoleiðis diska undanfarið án þess að vita af þessu. Þannig að ég mun byrja nýja árið á því að fara með tölvuna í viðgerð, frábært!!!
Svo er það próf á þriðjudagsmorgun, pakka niður og kaupa jólagjafir á þriðjudag og svo norður á miðvikudag. Já og svo koma jólin á laugardaginn, þetta er allt að koma.
Tschuss
Skellti mér á Subway eftir prófið og fékk mér einn góðan bát. Lenti hins vegar á einhverri þeirri hægustu þjónustu sem ég orðið vitni af á Subway, það voru þrír á undan mér samt þurfti ég að bíða í rúmar 20 mínútur eftir því að fá bátinn í hendurnar. Þegar ég var svo búinn að borða matinn og þurrkaði mér með serviettunni þá fann ég að hún lyktaði af málningu, og það engin smáræðislyk, við erum að tala um að það sveif næstum því á mann.
Svo er það sorgarfrétt dagsins. Ætlaði að horfa á eins og eina mynd sem ég hafði skrifað á disk um daginn en þá var drifið með eitthvað múður og neitaði að taka við disknum. En hins vegar neitaði það að skila honum líka og sat hann fastur í raufinni án þess að ég næði í hann. Skellti mér því í Apple búðina þar sem mér var tjáð að drifið gæti verið skemmt þar sem það styður ekki + diska en ég hef einmitt verið að nota svoleiðis diska undanfarið án þess að vita af þessu. Þannig að ég mun byrja nýja árið á því að fara með tölvuna í viðgerð, frábært!!!
Svo er það próf á þriðjudagsmorgun, pakka niður og kaupa jólagjafir á þriðjudag og svo norður á miðvikudag. Já og svo koma jólin á laugardaginn, þetta er allt að koma.
Tschuss
<< Heim