Heimapróf
Jæja, þá eru prófin skollin á með öllu því sem þeim fylgir. Fyrsta prófið er reyndar heimapróf og hófst það í morgun og verð ég svo í stresskasti við að klára það fram á föstudag. Ætti náttúrulega að vera að leysa það núna en nei... ekki hann ég, þess í stað tók ég einn blogrúnt og fór svo sjálfur að blogga. En ég fékk nett taugaáfall þegar ég opnaði þetta próf síðdegis í dag, þetta virðist vera aðeins flóknara en ég gerði ráð fyrir. Var víst aðeins of öruggur með mig, hélt að þetta yrði ekkert mál en svo kom kennarinn allillilega aftan að manni og gerði próf þar sem eru þrjár ritgerðarspurningar og maður þarf að svara tveimur þeirra.
Það koma þeir tímar þegar mann langar mest til þess að beila á þessu öllu og fara bara heim í sveit og liggja þar í leti fram yfir áramót, en það borgar sig víst ekkert, maður þarf þá bara að taka þetta aftur seinna. En talandi um námið, einn kennarinn sem ég var hjá á þessari önn var að kenna okkur kúrs sem hét "saga neysluþjóðfélagsins" og taldi hann það vera við hæfi að enda námskeiðið á því að hafa smá matarveislu sem haldin var á miðvikudaginn síðasta. Þessi veisla átti eftir að verða meira en "smá" matarveisla, smá klúður í undirbúningi var til þess að hver og einn kom með sinn rétt og þar af leiðandi var þarna gríðarlegt magn matar og hellingur sem varð afgangs. Ég mætti á svæðið með lasagna og afgangurinnn sem ég tók með heim dugði mér í næstum tvo daga.
Eins og staðan er með heimaprófið núna þá er ég kominn með 44 orð af 800-1000 í fyrri spurningunni, þetta er allt að koma... eða þannig. Ritgerðin sem ég var að klára í síðustu viku rann ljúflega í hólfið hjá kennaranum klukkan hálf 5 á föstudaginn en síðasti séns var til klukkan 6 þannig að maður náði að klára hana tímanlega, það var ný og skemmtileg upplifun.
Tschuss
P.s. Gleymdi næstum því Family Guy:
Peter: Women are not People, they
are devices built by our Lord Jesus
Christ for our entertainment.
Það koma þeir tímar þegar mann langar mest til þess að beila á þessu öllu og fara bara heim í sveit og liggja þar í leti fram yfir áramót, en það borgar sig víst ekkert, maður þarf þá bara að taka þetta aftur seinna. En talandi um námið, einn kennarinn sem ég var hjá á þessari önn var að kenna okkur kúrs sem hét "saga neysluþjóðfélagsins" og taldi hann það vera við hæfi að enda námskeiðið á því að hafa smá matarveislu sem haldin var á miðvikudaginn síðasta. Þessi veisla átti eftir að verða meira en "smá" matarveisla, smá klúður í undirbúningi var til þess að hver og einn kom með sinn rétt og þar af leiðandi var þarna gríðarlegt magn matar og hellingur sem varð afgangs. Ég mætti á svæðið með lasagna og afgangurinnn sem ég tók með heim dugði mér í næstum tvo daga.
Eins og staðan er með heimaprófið núna þá er ég kominn með 44 orð af 800-1000 í fyrri spurningunni, þetta er allt að koma... eða þannig. Ritgerðin sem ég var að klára í síðustu viku rann ljúflega í hólfið hjá kennaranum klukkan hálf 5 á föstudaginn en síðasti séns var til klukkan 6 þannig að maður náði að klára hana tímanlega, það var ný og skemmtileg upplifun.
Tschuss
P.s. Gleymdi næstum því Family Guy:
Peter: Women are not People, they
are devices built by our Lord Jesus
Christ for our entertainment.
<< Heim