Jólafrí
Jæja, þá er þau loksins búin þessi próf, var reyndar búinn á þriðjudaginn en það er fyrst núna sem ég nenni að setja niður og tjá mig eitthvað um það. En já, ég lauk þessu á hádegi á þriðjudaginn, lenti í því í fyrsta skipti síðan ég byrjaði í háskólanum að falla á tíma þannig að svarið við seinni 20% spurningunni á prófinu varð eitthvað stuttaralegt en nú er bara að krossa fingur og vona það besta. Svo fór restin af deginu í það að kaupa jólagjafir og pakka niður. Skellti mér svo á King Kong um kvöldið og átti þar skemmtilega kvöldstund, það sem dró þessa bíóferð niður voru mikil þrengsli í bíósalnum þar sem ég var með hnén klesst við bakið á sætinu fyrir framan mig. Allavega, æddi svo norður í gærmorgun og svo er allt á fullu núna við jólaundirbúning. Er reyndar enþá að reyna að hrista af mér þá óskemmtilegu tilfinningu um að maður eigi að vera gera eitthvað þó maður þurfi þess ekki, þetta er eitthvað sem ég þjáist af eftir hverja einustu próftíð.
Er að hugsa um að segja þetta gott í bili, býð ykkur öllum gleðileg jól.
Tschuss.
Er að hugsa um að segja þetta gott í bili, býð ykkur öllum gleðileg jól.
Tschuss.
<< Heim