Allt tekur enda um síðir...
Jæja, þá er en eitt árið horfið í aldanna skaut og allt það og blessuð jólin víst formlega búin að þessu sinni. Verð að segja að þetta hafa verið ein undarlegustu jól sem ég hef átt, tja, bara nokkru sinni. Eyddi fyrri helmingnum liggjandi í einhverri ógeðslegri pest og seinni helmingurinn fór í það að rétta af svefnruglið sem ég lenti í á meðan ég var veikur því þá var sko sofið svona 10-12 tíma á nótttu. Tókst að komast á fætur klukkan hálf tólf í morgun þannig að það ætti nokkurn veginn að vera komið, vona það allavega. Það var haldin þrettándagleði hérna í sveitinni fyrr í kvöld og maður ákvað að skella sér, brenna, flugeldar og voða gaman. Síðan voru ræðuhöld og kaffi á eftir þar sem ungmennafélag sveitarinnar varð víst 100 ára núna um jólin og loks var endað á bingói. Í eina skiptið sem mér tókst að fá bingó þá var ferðatöskusett í vinning sem maður hefði ekki haft neitt á móti að fá en þá ákváðu tvær aðrar manneskjur að fá bingó á sama tíma og ég og tókst annarri þeirra að hafa af manni settið. Þannig að ég kom heim eftir kvöldið með tvö ilmkerti, veiiiiii....
Morgundagurinn fer í það að tína saman jólaskrautið og pakka niður því maður þarf víst að snúa aftur til borgar óttans á sunnudagskvöld, sniff sniff... og setjast aftur á skólabekk. Þetta staðfestir það bara að allt gott tekur enda um síðir.
Tschuss
Morgundagurinn fer í það að tína saman jólaskrautið og pakka niður því maður þarf víst að snúa aftur til borgar óttans á sunnudagskvöld, sniff sniff... og setjast aftur á skólabekk. Þetta staðfestir það bara að allt gott tekur enda um síðir.
Tschuss
<< Heim